Notendum bætt í kerfið

Þegar skrá þarf notendur í Moodle er fljótlegast að lesa þá inn í kerfið með csv-skrá. Upplýsingar um notendur sem á að bæta í kerfið eru settar í skrána samkvæmt ákveðinni forskrift. Mikilvægt er að csv-skráin sé gerð með nákvæmum hætti og að þegar skráin er lesin inn í Moodle séu valdar viðeigandi stillingar í samræmi við gerð skrárinnar. Að öðrum kosti er óvíst að kerfið geti tekið við henni.

Á moodle.org er mælt með því að byrja á prófun, flytja inn einn notanda í csv-skrá til að sjá hvort allt gengur eðlilega fyrir sig.

Í hvaða forrit er csv-skráin búin til?

Byrja þarf á að útbúa csv-skrána. Hana er hægt að búa til í textaritli t.d. Notepad sem fylgir Windows, eða í töflureikni s.s. Excel eða Libre Office Calc. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um hvernig skráin er gerð í Excel. Neðar á síðunni er svo útskýrt hvernig csv-skráin er lesin inn í Moodle.

Csv-skrá útbúin í Excel

  1. Opnið Excel og búið til nýja skrá (blank workbook).
  2. Í efstu línuna þarf að skilgreina svæðin, þ.e. þær upplýsingar sem eiga að vera í skránni. Þar eru eftirfarandi hugtök sett, eitt í hvern dálk:
    username  password  firstname  lastname  email
    Hvorki má íslenska hugtökin eða orða á annan hátt. Engin bil, kommur eða annað má vera með.
  3. Því næst þarf að skrá upplýsingar um notendur.
    username - Tíðkast hefur að nota sama notandanafn og nemendur nota í tölvur skóla, að því undaskyldu að hástafir og lágstafir skipta Moodle ekki máli í notandanafni. Best er því að nota eingöngu lágstafi þar sem bókstafir eru í notandanafninu.
    password - Skráið lykilorðið changeme sem lykilorð hjá öllum. Við innlestur skrárinnar er valið í stillingum að Moodle láti notanda búa til nýtt lykilorð í fyrsta skipti sem hann skráir sig inn.
    firstname - Setja má bæði fyrsta og annað nafn nemanda saman undir firstname (með bili á milli). Mögulegt er að bæta við dálkinum middlename á milli firstname og lastname en það er óþarfi. Moodle leitar t.d. ekki að nafni sem sett er í middlename þegar leitað er eftir notendum.
    lastname - Skráið föðurnafn.
    email - Skráið netfang.

Hér fyrir neðan má sjá uppsetningu csv-skrár.

Notendur fluttir inn í Moodle með csv skrá

Undir "username" eru notuð sömu notandanöfn og nemendur nota til að skrá sig inn í tölvur skóla. Nemandi er beðinn um að búa til nýtt lykilorð þegar hann skráir sig inn í Moodle í fyrsta skiptið.

Csv-skráin vistuð

Vista þarf skrána sem CSV UTF-8 (Comma delimited) (*.csv). Vistun getur litið örlítið mismunandi út eftir stýrkerfi eða útgáfu Excel en eitthvað svipað og sýnt er hér fyrir neðan.

  1. Farið í File og Save.
  2. Smellið á More save options.
    more save options
  3. Smellið á Browse.
    browse
  4. Gefið skráni nafn og veljið í línunni fyrir neðan CSV UTF8 (Comma delimited) (*.csv) (sjá mynd). Til að finna þann kost þarf að smella á örina hægra megin í línunni og velja hann.

    Ef CSV UTF-8 er ekki í boði. Veljið þá CSV (Comma delimited) og til að vista skrána með UTF-8 formati, smellið á „More options“ og „Tools“ (neðst í glugganum), „Web options“ og „Encoding“ (flipi). Veljið „Unicode (UTF-8)“ í línunni „Save this document as“. Þessi leið getur verið mismunandi eftir því hvaða forrit og/eða stýrikerfi er notað.

  5. Vistið skrána.

Csv-skráin lesin inn í Moodle

Leiðin: Vefumsjón > Notendur > Fjölskrá notendur

  1. Smellið á Vefumsjón neðst í valseðlinum vinstra megin. Athugið að það þarf að skruna alla leið niður. Ef valseðillinn sést ekki þarf að opna hann með hamborgaratákninu hamborgaratáknið
    vefumsjón

    Skruna þarf alla leið niður í valseðlinum.

  2. Veljið flipann Notendur og smellið á Fjölskrá notendur. Síða opnast þar sem hægt er að hlaða upp csv-skránni.
    fjölskrá notendur
  3. Dragið skrána inn í Moodle eða notið Veldu skrá hnappinn til að sækja skrána í tölvuna.
    csv hlaða inn skrá

    Hægt er að draga skrá úr tölvu og sleppa yfir svæðinu „Dragðu skrár hingað . . .„“ eða nota hnappinn „Veldu skrá“ til að hlaða upp csv-skránni.

  4. Þegar skrá hefur verið hlaðið upp þarf að velja þær stillingar sem sjást á myndinni fyrir ofan þ.e. kommu við CSV afmarkara og UTF-8 við kóðun. Við Forskoða línur má velja það sem hentar. Stillingin gefur kost á að forskoða hvernig notendur lesast inn, einn notandi er sýndur í hverri línu.
  5. Smellið á Fjölskrá notendur fyrir neðan.
  6. Upp kemur síðan Forskoða innflutning á notendum þar sem hægt er að skoða 10 notendur (eða þann fjölda sem valinn var).
  7. Skrunið niður að uppsetningu. Þar undir eru tvær stillingar sem þarf að breyta.
    1. Veljið Field required in file, við Nýtt lykilorð. Stillingin segir Moodle að gefa notendum lykilorðið sem var tiltekið í csv-skráni þ.e. changeme.
    2. Veljið Allt við Skilyrða breytingu á lykilorði. Stillingin segir Moodle að allir notendur sem voru í skránni þurfi að búa til nýtt lykilorð þegar þeir skrá sig inn í fyrsta skiptið.
    3. Aðrar stillingar í Uppsetningu  mega standa óbreyttar.
    4. Smellið á Fjölskrá notendur neðst á síðunni.
      fjölskrá notendur
    5. Moodle sýnir niðurstöðu innflutningsins (sjá mynd fyrir neðan). Fram kemur að lykilorðið „changeme“ samræmist ekki stefnu Moodle um lykilorð. Þetta skiptir ekki máli, notendur eru engu að síður lesnir inn í kerfið og í stillingunum á undan var skilyrt að notandi byggi sjálfur til nýtt lykilorð í fyrsta skipti sem hann skráir sig inn í kerfið. Leiðin að nota changeme sem lykilorð til bráðabirgða er gefin upp á vef Moodle moodle.org.csv-innflutningur niðurstöðurcsv-afram

Ef Moodle hafnar csv-skránni

Ástæður þess Moodle les ekki inn csv-skrá geta verið allnokkrar. Athuga má eftirfarandi:

  • að opna skrána í Notepad til að athuga hvort komma er á milli atriða en ekki semikomma. Ef semikomma er á milli atriða þarf að velja þann kost í stillingum þegar skráin er lesin inn í Moodle.
  • að opna skrána í Excel, afrita reitina sem innihalda upplýsingarnar og líma inn í Notepad. Vista skrána sem csv (setja .csv fyrir aftan heiti), velja UTF-8 við Encoding og gera aðra tilraun með innlestur í Moodle.
    fjölskrá notendur notepad

Csv-skrá búin til í Notepad

Með því að nota einfaldan textaritil eins og Notepad er hægt að losna við ákveðin vandamál sem fylgja því að búa til og vista skrána sem csv í Excel.

Leiðbeiningar um hvernig skráin er gerð í Notepad eru í smíðum.


Sjá nánari upplýsingar á moodle.org