Stillingar notanda

Undir nafni notandans, efst í hægra horni, eru atriði sem tilheyra hverjum og einum (sjá mynd).

Notandinn

Einstök atriði á myndinni eru útskýrð fyrir neðan.

Stillingar – Breyta lykilorði, netfangi o.fl.

Smellið á eigið nafn efst í hægra horni. Þar undir stillingum er ýmislegt varðandi notanda sem hann getur uppfært t.d. að breyta lykilorði sínu, breyta sjálfgefnu tungumáli Moodle o.fl.

Stillingar notanda

*Athugið, hvað birtist undir nafni notanda er svolítið breytilegt bæði eftir því hvaða þema er notað í Moodle og stillingum kerfisins.