Bygging áfanga

  • Forsíða áfangans er það fyrsta sem nemandinn sér þegar hann opnar áfangann. Mikilvægt er að hún sé skýr og vel skipulögð.
  • Á forsíðu áfanga ætti nemandi að fá yfirsýn yfir innihald áfangans.
  • Forsíða áfanga þarf að vera í samræmi við námsáætlun.
  • Ekki þykir gott að setja of mikið efni (t.d. texta) beint á forsíðuna, við það tapast yfirsýn.
  • Það má nota fyrirsagnir, myndir og línur til að gera uppsetningu áfangasíðunnar skýrari og skipulegri en fara þarf varlega því sömu hlutir geta auðveldlega skapað óreiðu á áfangasíðunni séu þeir t.d. í of miklu magni eða í of mörgum litum.

Á síðunni Bestu venjur má sjá fleiri atriði sem gott er að hafa til viðmiðunar.

Hér fyrir neðan má skoða atriði fyrir mótun áfangasíðunnar.