Einkunnabókin

Um einkunnabókina

Einkunnabók áfanga safnar saman öllum einkunnum nemenda og þar hefur kennarinn yfirsýn yfir einkunnir. Kennari getur skoðað einkunnir út frá ólíkum forsendum s.s. allar einkunnir eins nemanda, einkunnir allra nemenda fyrir ákveðið verkefni (single view) eða einkunnir allra nemenda fyrir öll verkefni (einkunnagjafarskýrsla).

Í einkunnabókinni getur kennari skráð vægi verkefna svo lokaeinkunnir reiknist rétt, látið einkunnabók reikna heildareinkunn fyrir tiltekinn flokk verkefna, birt einkunnir ólíkra verkefna á mismunandi vegu, skráð einkunnir og/eða breytt þeim, undanþegið nemanda frá einkunnagjöf, falið einkunnir verkefnis og ýmislegt fleira.

Um leið og kennari setur upp atriði í áfanga sem á að gefa einkunn fyrir eignast það sjáfvirkt pláss í einkunnabókinni og þegar kennari skráir einkunnir fyrir atriðið s.s. inn í skilaverkefni eða umræðu, færast einkunnir sjálfvirk í eikunnabókina.

Í einkunnabók nemanda er birtur listi yfir þau verkefni sem gilda til einkunnar í áfanga ásamt vægi ef kennari hefur skráð vægi verkefnanna í einkunnabók.

Vægi verkefna skráð í einkunnabók

Leiðin:  Einkunnir > Uppsetning > Uppsetning á einkunnabók

  1. Opnið áfangann.
  2. Smellið á Einkunnir í leiðartré vinstra megin.
    einkunnir
  3. Smellið á flipann Uppsetning. Uppsetning á einkunnabók (flipi fyrir neðan) ætti að vera sjálfvalinn, ef ekki smellið þá á hann.
  4. Skráið vægi í dálkinn vægi og vistið breytingar neðst. Ekki skiptir máli hvort skráð er 10 fyrir 10% vægi eða 0,1 en gæta þarf samræmis.
    uppsetning á einkunnabók

    Á myndinni sjást tvö próf í einkunnabókinni. Hvoru prófi hefur verið gefið 5% vægi af lokaeinkunn. Hæsta einkunn er 10 sem merkir að nemandi fær einkunn á skalanum 0-10.