Um innritun nemenda í áfanga

Forsenda þess að innrita nemendur í áfanga er að þeir séu þegar skráðir í Moodle (kerfið). Yfirleitt eru notendur skráðir í kerfið hjá Reykjavíkurborg en Moodle-umsjónaraðili skóla hefur einnig aðgang til að skrá notendur í kerfið. Kennari (og  Moodle-umsjónaraðili skóla) hefur aðgang til að innrita nemendur í áfanga í þátttakendalista áfangans. Ef nemendur eru einnig settir í sk. kerfishópa getur kennari skráð heilan kerfishóp í einu í áfanga.

Moodle býður upp á nokkrar leiðir til að innrita nemendur í áfanga. Leiðir sem fela í sér kerfishópa krefjast þess að viðkomandi kerfishópar hafi áður verið uppsettir.

  • Það er hægt að innrita einn nemanda í einu (kennari og Moodle-umsjónaraðili skóla).
  • Hægt er að innrita heilan árgang nemenda í einu í lagi, með því að velja ákveðinn kerfishóp í innrituninni.
  • Það er hægt að innrita marga nemendur í áfanga í einu með því að hlaða inn csv skrá (Moodle-umsjón).
  • Að lokum er hægt að innrita nemendur með „samstilla við kerfishóp“ leiðinni. Með henni er hægt að tengja einn áfanga eða fleiri við ákveðinn kerfishóp. Innritun í áfangana sem tengdir eru við kerfishópinn uppfærist þegar nemendur eru settir í eða teknir úr kerfishópnum (kennari, Moodle-umsjónaraðili skóla). Athugið að með þessari leið er ekki mögulegt að afskrá nemanda úr áfanga, eða bæta nemanda við, í áfanganum sjálfum, heldur þurfa allar breytingar að fara í gegnum kerfishópinn.

Handvirk innritun býður upp á að innrita staka nemendur og/eða árgang (kerfishóp) í áfanga. Sömuleiðis er hægt er að skrá staka nemendur úr áfanga. Sjá nánari leiðbeiningar til vinstri.

Innritun árganga eða bekkja í áfanga

Til að hægt sé að innrita heilan hóp nemenda t.d. árgang í áfanga, þarf fyrst að setja nemendur í kerfishóp. Kerfisstjóri setur nemendur í kerfishópa út frá fæðingarári og skóla um leið og þeir eru lesnir inn í Moodle. Ef kerfishópar eiga að virka fullkomlega þarf hins vegar að uppfæra þá s.s. flytja nemendur úr kerfishópi „Hólabrekkuskóli 2006“ í „Vogaskóli 2006“ þegar nemandi flytur á milli skóla. Þetta er einungis á valdi skólanna sjálfra.

Kerfishópa er mögulegt að innrita í áfanga út frá tveimur leiðum.

  • Handvirk innritun Kennari getur bæði innritað einn og einn nemanda í einu og alla nemendur árgangs með því að velja viðkomandi kerfishóp. Áfanginn er þó ekki beintengdur við kerfishópinn. Kennari getur jafnframt skráð nemanda úr áfanga.
  • Samstilla við kerfishóp innritun Þegar þessi leið er notuð er innritun nemenda í áfanga beintengd við kerfishóp. Kennari getur innritað nemendur í áfanga með þessum hætti en þegar þessi aðferð er notuð er ekki mögulegt að skrá nemanda úr áfanga nema skrá hann úr kerfishópnum. Moodle umsjónaraðili skóla hefur aðgang til að breyta skráningu í kerfishópa. Þegar nemandi er tekinn úr kerfishópi skráist hann sjálfkrafa úr áföngum sem tengdir eru við kerfishópinn.
    Sjá nánari leiðbeiningar til vinstri. Ekkert mælir á móti því að handvirk innritun sé notuð í sumum áföngum en samstilla við kerfishóp innritun í öðrum áföngum skóla.