Innritun nemenda í áfanga

Í þátttakendalista áfanga er bæði hægt að innrita nemendur í áfanga og skrá nemendur úr áfanga. Sama aðferð er notuð þegar skrá þarf kennara í áfanga.

Innritun nemenda

Leiðin: Áfangi > Þátttakendur  - Innrita notendur

  1. Opnið áfanga og farið í þátttakendur vinstra megin.
    þátttakendur
  2. Smellið á hnappinn innrita notendur hægra megin. Gluggi opnast.
    innrita hnappur
  3. Byrja þarf á að finna nemendurna sem á að innrita. Hægt er að finna einn nemanda í einu eða marga t.d. alla nemendur fædda 2006 í ákveðnum skóla.
    1. Til að finna einn nemanda í einu sláið inn netfang nemandans í efri leitarreitinn og smellið á nafn nemandans þegar það kemur fram. Nafnið dettur þá inn fyrir ofan leitarreitinn. Leitið að næsta nemanda og þannig koll af kolli. Ef nemandi finnst ekki með netfangi prófið þá önnur leitarskilyrði s.s. fullt nafn nemanda. Athugið að stundum þarf að sleppa millinafni í leit. Ef nafn nemanda er ekki algengt er hægt að leita eftir eftirnafni eingöngu eða fornafni.
    2. Til að finna alla nemendur fædda t.d. 2006 í Hólabrekkuskóla og innrita þá alla í einu lagi, þarf að velja þar sem stendur veldu kerfishópa „Hólabrekkuskóli 2006“. Yfirleitt er nóg að smella í reitinn til að sjá kerfishópana ef ekki er hægt að slá í reitinn nafn skólans til að fá upp kerfishópa skólans.
  4. Athugið að hlutverkið Nemandi sé valið við Skipa í hlutverk.
  5. Smellið á Innrita valda notendur og kerfishópa.
    innrita nemendur

    Auðveldast er að finna nemanda með því að leita eftir netfangi. Athugið þó að nemandi gæti hafa breytt netfangi sínu í Moodle.

Nemandi finnst ekki
Ef nemandi finnst ekki við leit gæti þurft að skrá hann í Moodle. Vinsamlegast leitið þá eftir aðstoð Moodle-umsjónarfólks skólans eða sendið póst á utr@reykjavik.is.

Kerfishópur kemur ekki fram
Ef kerfishópur kemur ekki fram á eftir að setja hann upp í kerfinu. Vinsamlegast hafið samband við Moodle-umsjónarfólks skólans eða sendið póst á utr@reykjavik.is.

Nemandi skráður úr áfanga

Leiðin: Áfangi > Þátttakendur  - Ruslatunnan (afskrá)

  1. Opnið áfanga og farið í þátttakendur vinstra megin.
    þátttakendur
  2. Finnið nemandann í þátttakendalistanum. Athugið að nota stafrófið fyrir ofan nöfnin ef þátttakendalistinn er langur.
  3. Smellið á litlu ruslatunnuna aftan við nafn nemandans (sjá mynd fyrir neðan).
    afskrá nemanda
  4. Smellið á Afskrá í glugganum sem opnast.
    afskrá nemanda