Spurningabankinn

Um spurningabanka áfanga

Hverjum áfanga fylgir spurningabanki sem heldur utan um prófspurningar áfangans. Hægt er að búa til og vinna með spurningar í spurningabankanum óháð því hvort próf hefur verið stofnað.

Flokkun og merkingar

Mikilvægt er að flokka spurningar vel og gefa þeim lýsandi heiti. Með því er auðveldara fyrir kennara að finna spurningar þegar á að búa til próf. Einnig er hægt að merkja spurningar með töggum (merkimiðum). Þannig er hægt að kalla fram allar spurningar sem merktar hafa verið með ákveðnu taggi, þó þær séu staðsettar í ólíkum flokkum. Flokkun spurninga í spurningabanka þarf ekki að miðast við einstök próf, heldur getur verið t.d. út frá efni, erfiðleikastigi og eða gerð spurningar. Nemendur hafa ekki aðgang að spurningabanka og sjá því ekki heiti spurninga, flokkun eða merkingar.

Spurningagerðir

Spurningabankinn býður upp á margar ólíkar gerðir spurninga t.d. fjölvalsspurningar, ritgerðarsspurningar, eyðufyllingar, draga hugtök inn í texta eða inn á mynd.

Sömu spurningar notaðar aftur

Spurningar er hægt að nota aftur og aftur í mismunandi próf og hægt er að gefa spurningu mismunandi vægi í ólíkum prófum. Spurningabanki áfanga er afritaður og fylgir áfanga þegar hann er kenndur á ný.

Aðgangur nemenda

Nemendur hafa einungis aðgang að prófspurningum í gegnum próf og aðgangur þeirra miðast við uppsetningu og stillingar prófsins.

Hvar er spurningabankinn?

Til að komast í spurningabanka áfanga er smellt á tannhjólið í efra horni áfangasíðunnar og farið í Meira. Skruna þarf niður að spurningabanka og smella annað hvort á Spurningar eða Flokka.