Hægt er að veita gestum aðgang að vef áfanga. Það hentar t.d. til að veita foreldrum aðgang til að skoða námsgögn á vefnum. Með því að setja lykilorð fyrir gestaaðganginn geta einungis þeir sem fá lykilorðið skoðað vefinn.
Hvað sjá gestir?
Gestaaðgangur veitir réttindi til að skoða forsíðu áfanga, efni s.s. skrár, síður, bækur o.þ.h. en ekki réttindi til taka þátt í neinu, sem dæmi skila verkefnum eða taka próf. Gestir geta þó ekki skoðað efni þar sem aðgangur hefur verið skilyrtur, t.d. miðað við hóp, út frá því að hafa lokið ákveðnu prófi, sent inn verkefni eða annað þ.h. Gestir geta ekki skoðað verkefnaskil nemenda eða annað sem nemendur hafa almennt ekki aðgang að.
Hvernig er farið að?
Til að opna gestaaðgang að áfanganum er farið í Umsýsla áfanga > notendur > innritunarleiðir og smellt á augað aftan við gestaaðgang (augað er þá ekki lengur yfirstrikað, sjá mynd). Ef gestaaðgangur kemur ekki fram í listanum þarf að fara í ný innritunarleið fyrir neðan og velja þar gestaaðgang fyrst.
Til að setja lykilorð fyrir gesti er smellt á tannhjólið, slegið inn lykilorð og breytingar vistaðar. Ef ekkert lykilorð er sett fyrir gestaaðgang geta allir skoðað vef áfangans sem gestir.