Nýjar spurning búin til í spurningabanka
Kosturinn við að vinna spurningarnar beint í spurningabankanum er sá að þá hefur kennari yfirsýn yfir skipulag spurningabankans og einfalt er að setja spurningar í flokka. Athugið að skipulag spurninga í flokka er alveg óháð því hvernig próf er uppsett. Þegar spurningar eru settar í próf er hægt að taka eina spurningu úr einum flokki, fimm úr öðrum o.s.frv.
Leiðin: Áfangasíðan > Tannhjól (hægra megin) - Meira > Spurningar
- Opnið áfangann.
- Smellið á tannhjólið í efra hægra horni og veljið Meira neðst í listanum.
- Skrunið niður að spurningabanka og smellið á Spurningar.
- Smellið á hnappinn Búa til nýja spurningu. Gluggi opnast.
- Veljið gerð spurningar og smellið á Nýtt. Form opnast.
- Fyllið út formið fyrir spurninguna og vistið. Formið sem fylla þarf út þegar ný spurning er búin til er mismunandi og fer eftir gerð spurningar. Til að sjá hvað einstök atriði standa fyrir má smella á spurningarmerki. Á moodle.org má einnig lesa um ólíkar gerðir spurninga.
Fjölvalsspurning
Í kaflanum um próf má sjá útskýringar á einstökum atriðum í uppsetningaformi fjölvalsspurningar.
Til að flýta fyrir
Ef búa á til margar svipaðar spurningar af sömu tegund má stundum flýta fyrir sér með því að afrita fyrri spurningu (smella á afritunarhnapp aftan við spurningu) og breyta síðan því sem þarf að breyta í afritinu.
Spurningabankinn býður upp innflutning spurninga. Með innflutningi spurninga getur kennari sparað sér tíma í gerð spurninga. Sjá nánar kaflann spurningabanki fluttur út/inn.