Valkostur (Choice)

Í vídeóinu má sjá sýnidæmi og hugmyndir um hvernig hægt er að nota valkost í Moodle.
Með valkosti getur kennari varpað fram spurningu og boðið nemendum að velja úr nokkrum kostum.

Hægt er að birta nemanda niðurstöður eftir að hann hefur svarað, eftir að tími til að svara er runninn út, eða að birta nemendum ekki niðurstöður. Einnig er hægt að velja um hvort niðurstöður eru birtar undir nafni eða nafnlaust.

Dæmi um notkun:

  • Nota spurningu sem kveikju í upphafi umræðna til að vekja áhuga nemenda, biðja nemendur að svara annað hvort í upphafi eða í lok tímans eftir að umræður hafa farið fram.
  • Til að kanna skilning nemenda skjótan hátt.
  • Hvetja nemendur til að hugleiða málefni og velja svar.
  • Til að leyfa nemendum að kjósa um eitthvað.
  • Leyfa nemendum að velja ritgerðarefni eða umræðuefni.
  • Bjóða nemendum að bóka viðtalstíma.
  • Biðja nemendur um að leggja mat á eitthvað í áfanganum.

Leiðbeiningar um uppsetningu valkosts

Vídeóið fyrir neðan er á ensku og sýnir uppsetningu á valkosti.

Nánari upplýsingar um valkost (choice) á moodle.org