Um verkstæði
Verkstæði er tegund verkefnaskila sem býður upp á jafningjamat. Nemendur meta verkefni hvors annars út frá þeim einkunnaskala sem kennari velur. Hægt er að velja um hversu mörg verkefni samnemenda hver nemandi á að meta eða hversu margir nemendur eiga að meta hvert verkefni. Mögulegt er að virkja sjálfsmat svo nemandi þurfi einnig að leggja mat á eigið verkefni.
Þegar hópar eru tengdir við verkstæði er hægt að velja um hvort nemendur eiga að meta verkefni frá nemendum í öðrum hópum eða einungis verkefni nemenda í eigin hópi.
Í verkstæði fær nemandi tvær einkunnir:
- Einkunn fyrir eigin skil. Sú einkunn byggist á einkunnum sem samnemendur gáfu verkefninu (og kennari ef það er valið).
- Einkunn fyrir að meta verkefni samnemenda.
Verkstæðið eignast því tvo dálka í einkunnabók, þar sem kennari getur skráð vægi annars vegar fyrir skil og hins vegar fyrir matsvinnu nemanda.