Bestu venjur

  • Vefur áfanga vitnar um áherslur kennara, markmið og hæfniviðmið áfangans. Vel skipulagður áfangavefur veitir nemanda yfirsýn yfir innihald áfanga og styður við vel skipulagt nám.
  • Við skipulagningu áfangavefs þarf að taka mið af námsáætlun, skipulagi kennslu, eigin áherslum og kennslusýn.
  • Skoðið vef áfangans frá sjónarhorni þess sem ekkert þekkir til, sjónarhorni nýs nemanda.
  • Fáið annan kennara (eða nemanda) til að skoða vef áfangans og gefa gagnrýni.
  • Ef vefur áfanga er tilbúinn í upphafi annar veitir það nemendum tækifæri til að skipuleggja eigin vinnu.
  • Kynnið vef áfanga fyrir nemendum, útskýrið skipulag hans og hvernig hann muni verða notaður.