Endurgjöf – spurningakönnun (Feedback)

Í vídeóinu hér fyrir neðan má sjá kynningu á viðfanginu endurgjöf.

Endurgjöf er verkfæri til að leggja spurningakannanir fyrir nemendur í því skyni að safna upplýsingum (ekki einkunnagjöf). Boðið er upp á ólíkar spurningagerðir þ.á.m. krossaspurningar, já/nei spurningar og textasvör. Spurningakönnun er hægt að hafa nafnlausa eða undir nafni. Hægt er að stjórna því hvort nemendur sjá niðurstöður eða einungis kennari.

Endurgjöf er ekki ætluð fyrir námsmat og býður  því ekki upp á einkunnagjöf.

Niðurstöður
Svör eru framreidd bæði í grafi og tölum.

Dæmi um notkun:

  • Leggja kennslukönnun fyrir nemendur í því sjónarmiði að bæta efni áfangan eða áherslur.
  • Til að láta nemendum að skrá þátttöku í t.d. prófi, verkefni, sérstökum hluta áfanga eða í vettvangsferð.
  • Leyfa nemendum að velja úr efni áfanga eða hluta þess.
  • Til að leggja nafnlausa könnun um einelti fyrir nemendur.

Kerfisstjóri getur sett upp spurningakönnun á forsíðu Moodle og leyft aðilum sem ekki eru skráðir inn í kerfið að taka þátt.

Viðfangið endurgjöf (feedback) bættist við Moodle í útgáfu 3.1. Ef endurgjöf kemur ekki fram í þínu Moodle (í lista yfir viðföng) gæti kerfisstjóri átt eftir að virkja það.

*Hér er um eiginlegt viðfang eða verkfæri að ræða ekki endurgjöf vegna verkefnis t.d.

Sjá nánar á moodle.org
Feedback settings - https://docs.moodle.org/31/en/Feedback_settings
Building Feedback - https://docs.moodle.org/31/en/Building_Feedback
Using Feedback - https://docs.moodle.org/31/en/Using_Feedback
Feedback FAQ - https://docs.moodle.org/31/en/Feedback_FAQ