Gagnagrunnur (Database)

Hvað er gagnagrunnur?

Gagnagrunnur er viðfang í Moodle þar sem hægt er að safna upplýsingum eða gögnum frá nemendum (og/eða kennurum). Þátttakendur geta leitað í og unnið með færslur gagnagrunnsins, jafnvel skráð athugasemdir við færslur og gefið einkunn fyrir færslur ef kennari kýs það í uppsetningu.
Kennari mótar hvernig færslur gagnagrunns eiga að vera uppbyggðar. Hver færsla getur verið reitur fyrir eina setningu eða samanstaðið af ótilgreindum fjölda svæða sem nemandi fyllir út í, svarar, velur úr, hleður upp í o.s.frv.
Þægilegt er að skoða færslur gagnagrunns allar saman í lista, eina og eina eða út frá leit t.d. allar færslur tiltekins nemanda.

Dæmi um notkun
 • Leyfa nemendum að deila efni með samnemendum sínum t.d. skrám, slóðum, myndum, texta eða öðru.
 • Fyrir dagbækur. Nemandi getur þá einungis séð eigin færslur en ekki annarra.
 • Til að safna tillögum að prófspurningum frá nemendum.
 • Fyrir bókadóma.
Nokkrir valmöguleikar gagnagrunns
 • Kennari gefur hverri færslu einkunn og velur úr nokkrum möguleikum hvernig Moodle reiknar saman einkunn hvers nemanda.
 • Jafningjamat – Leyfa nemendum að gefa færslum hvers annars einkunn og/eða skrifa athugasemdir við færslur.
 • Nemandi sér ekki færslur annarra fyrr en hann hefur sjálfur skráð færslu eða tiltekinn fjölda færslna.
 • Eingöngu kennarar geta skráð færslur en nemendur skoðað og leitað í þeim.
 • Nemendur sjá ekki færslu fyrr en kennari hefur samþykkt hana.
 • Flytja út færslur gagnagrunnsins og opna í Excel.
 • Flytja færslur gagnagrunns inn í annan gagnagrunn t.d. í öðru námskeiði.
 • Tengja orð í færslum sjálfvirkt við samsvarandi orð í texta áfangans.
 • Setja lágmarksfjölda fjölda færsla sem hver nemandi þarf að skrá til að verkefninu teljist lokið.
 • Nota hópa með gagnagrunni og velja hvort nemendur mega skoða færslur í öðrum hópum og ýmislegt fleira.

Gagnagrunnur settur upp

Í ritham > +nýtt viðfangsefni eða aðföng > gagnagrunnur – nýtt

Til að setja upp gagnagrunn er farið í ritham, smellt á  +nýtt viðfangsefni eða aðföng, gagnagrunnur valinn og smellt á nýtt. Eftir að gagnagrunnurinn er settur upp þarf að setja upp svæði sem nemendur nota til að skrá færslur s.s. textasvæði, hnapp til að hlaða upp skrá o.s.frv. Uppsetning á svæðum í gagnagrunninn er útskýrð í myndskeiði tvö hér fyrir neðan.

Hér er hægt að skoða myndskeið (á ensku) um uppsetningu á gagnagrunni.

Hluti 1

Hluti 2

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um gagnagrunn á moodle.org: http://docs.moodle.org/20/en/Database_activity_module