Notendur lesnir inn í Moodle

Upplýsingatæknideild Reykjavíkurborgar sér um að lesa nemendur inn í Moodle. Um leið og nemandi er lesinn inn í kerfið er hann settur í tvo kerfishópa (cohort) annars vegar hóp með heiti skóla og hins vegar með heiti skóla + fæðingarár. Þetta vinnulag gerir einfalt að skrá heilan árgang nemenda í áfanga, gefur kost á að kalla fram alla nemendur skóla eða árgangs, senda þeim tilkynningu, gefa þeim aðgang að sérstökum Moodle-vef og fleira.

Þegar nemendur eru innritaðir í áfanga með innritunarleiðinni „cohort sync“ uppfærast innritaðir nemendur áfanga sjálfkrafa í samræmi við breytingar sem gerðar eru í viðkomandi kerfishópi. Forsenda þess að sjálfvirkni haldist er að nemendur séu settir í viðeigandi kerfishóp þegar þeim er bætt í Moodle. Dæmi: Nemanda sem bætt er í kerfishópinn „Melaskóli 2005“ innritast þá sjálfkrafa í alla áfanga þar sem notuð var innritunarleiðin „cohort sync“ til að innrita nemendur árgangsins.

Moodle-umsjónarfólk í skólum

Moodle-umsjónarfólki í skólum er veitt hlutverkið áfangastjóri (manager) í kerfinu sem gefur því réttindi til að setja upp áfangavefi, bæta notendum inn í kerfið, setja notendur í árganga og fleira.