Áríðandi er að notendur séu með rétt netfang skráð í Moodle svo þeir fái tilkynningar (netfang sem er í notkun).
Leiðin: Áfanginn > Tilkynningar kennara (fréttaþing) > Nýtt umræðuefni
- Opnið áfangann og smellið á Tilkynningar kennara (fréttaþing), ofarlega fyrir miðju.
- Smellið á Nýtt umræðuefni.
- Gefið tilkynningunni titil í línuna efst og setjið skilaboðin í ritilinn fyrir neðan.
- Fyrir neðan ritilinn er mögulegt að ná í skrá/skrár og láta fylgja tilkynningunni. Hægt er að draga skrár inn á sleppisvæðið eða nota gráa hnappinn til að sækja þær.
Pinned - Ef merkt er við Pinned trónir þessi tilkynning efst í röð tilkynninga á vef áfanga, þó aðrar nýjar séu sendar.
Senda núna - Ef merkt er við Senda núna er tilkynningin send nemendum strax í tölvupósti, að öðrum kosti sendist hún eftir 30 mínútur. Kennari hefur tækifæri til að breyta tilkynningunni áður en þær eru liðnar. Tilkynningin birtist þó alltaf strax á vef áfangans.
Birta tímabil - Með því að velja dagsetningar og tíma er hægt að stjórna því hvenær og hversu lengi tilkynningin er sýnileg á vef áfangans. - Smellið að lokum á Innlegg í umræðu.
Nemendur
Nemendur fá tilkynningar í tölvupósti og hafa aðgang að þeim á vef áfanga með því að smella á Tilkynningar kennara. Kennari getur einnig sett upp blokkina Nýjar fréttir. Í henni koma ávallt fram nýjustu tilkynningar.
Leiðin: Áfangi > Þátttakendur > Merkja við nemendur > Senda skilaboð
Til að senda tilteknum nemanda eða nemendum, hópi eða hópum tölvupóst er hægt að nota skilaboðakerfið.
Skilaboð send til eins eða fleiri nemenda
- Smellið á þátttakendur í valmyndinni vinstra megin.
- Merkið við nöfn þeirra nemenda sem eiga að fá skilaboðin. Hægt er að kalla fram meðlimi hóps/hópa með síulistanum fyrir ofan nöfnin. Til að merkja við nöfn allra hópmeðlima í einu er smellt á Velja allt fyrir neðan nöfn.
- Eftir að merkt hefur við nöfn, veljið Senda skilaboð í fellilistanum neðst á síðunni. Gluggi opnast.
- Skráið skilaboð í gluggann og smellið á Senda skilaboð til . . .
Nemendur fá skilaboðin í tölvupósti og geta lesið þau í skilaboðunum sínum í Moodle en þau eru ekki vistuð á vef áfangans.
Við skilaboðatáknið efst hægra megin kemur fram ef nemandinn eða kennarinn á ólesin skilaboð.
Leiðin:
Skref 1: Áfanginn > Þátttakendur > tannhjól - Hópar > Mynda hóp
Skref 2: Áfanginn í ritham > +Nýtt viðfangsefni eða aðföng > Umræða > Nýtt
Með því að stofna umræðu fyrir hóp nemenda er hægt að hafa samskipti við hópinn. Umræðuna er hægt að stilla þannig að nemendur fái innlegg í umræðuna einnig í tölvupósti. Eingöngu meðlimir hópsins geta skoðað umræðuna.
- Byrjið á að stofna hópinn sem á að hafa aðgang að umræðunni. Sjá leiðbeiningar um hópa.
- Stofnið umræðuna.
- Í uppsetningu umræðunnar þarf að velja skylduáskrift við áskriftarham, ef nemendur eiga að fá innlegg í umræðuna í tölvupósti.
- Til að stýra aðgangi að umræðunni þannig að einungis meðlimir hópsins geti skoðað hana þarf að velja aðgangsstýringu fyrir hóp í uppsetningu umræðunnar og velja þar hópinn sem var stofnaður.