Hópar myndaðir sjálfvirkt

Umsýsla áfanga > notendur > hópar – mynda hópa sjálfvirkt

  1. Farið í hópa undir notendum í umsýslu áfanga.
  2. Smellið á mynda hópa sjálfvirkt.
  3. Búið til nafn á hópana og setjið annað hvort @ eða # aftan við (bil má vera á milli).
  4. Veljið annað hvort fjölda hópa eða fjölda meðlima í hverjum hóp þar sem stendur skilgreindu.
  5. Skráið fyrir neðan hve margir meðlimir eiga að vera í hverjum hópi eða hve marga hópa á að stofna.
  6. Undir meðlimir hóps er boðið upp á nokkra möguleika m.a. að meðlimir nýju hópana séu valdir úr öðrum hópum eða klösum (grouping), hvort meðlimir séu valdir af handahófi eða stafrófsröð. Einnig er hægt að koma í veg fyrir að seinasti hópur sé lítill, t.d. ef nemendum er skipt í fimm manna hópa og tveir nemendur lenda í síðasta hópi. Þeir nemendur eru þá  settir í aðra hópa.
    Hópar myndaðir sjálfvirkt

    Ef @ merki er sett aftan við nafn hópa eru hóparnir merktir með bókstöfum ef # er sett aftan við eru hóparnir merktir með tölustöfum.

  7. Neðst í forminu er boðið upp á að setja hópana í klasa um leið og þeir eru stofnaðir. Hægt er að búa til nýjan klasa eða velja klasa sem þegar hefur verið stofnaður.
    Sjálfvirkir hópar settir klasa
  8. Smellið á senda til að stofna hópana eða forskoða til að skoða hópana fyrst og svo á senda.

Á mínútu 2:02 í vídeóinu fyrir neðan er sýnt hvernig hópar eru myndaðir sjálfvirkt.

Hópar from Kennslumiðstöð Háskóla Ísl on Vimeo.