Jafningjamat í umræðu

Leiðin: Umræðan > Tannhjól (í efra hægra horni) - Heimildir > Nemandi

  1. Smellið á umræðuna á vef áfangans.
  2. Smellið á tannhjólið til hægri á skjánum og á Heimildir

  3. Veljið hlutverkið nemandi í fellilistanum efst á síðunni.

    nemendur meta innlegg samnemenda

  4. Finnið meta innlegg mod/forum:rate t.d. með því að nota Ctrl-f og veljið heimila aftan við. Þessi stilling heimilar nemanda að gefa öðrum nemendum einkunn fyrir hvert innlegg í viðkomandi umræðu. Fellilisti er birtur við hvert innlegg þar sem nemandinn velur einkunn.

  5. Næst neðst á síðunni þar sem stendur skoða mat mod/forum:viewrating þarf einnig að velja heimila. Þessi stilling leyfir nemendum að sjá hvaða einkunn þeir hafa fengið fyrir hvert innlegg. Nemendur sjá einkunnina sjálfa, við innleggið og innan sviga hve margir nemendur standa að baki einkunninni. Einkunnin uppfærist um leið og fleiri nemendur meta innleggið. Moodle reiknar saman einkunnirnar m.v. þær stillingar sem kennari velur í uppsetningu umræðunnar.

*Athugið að ofangreint byggist á að réttar stillingar séu einnig valdar í uppsetningu umræðunnar. Þar þarf að velja, undir mat, hámarksfjölda stiga (eða einkunnaskala) og hvernig einkunnir eiga að reiknast saman t.d. meðaltal mats eða hæsta mat.