Umræða stofnuð

 • Almenn umræða - Nemandi getur stofnað umræðuþræði þar sem samnemendur geta svarað. Þegar almenn umræða er opnuð sjást fyrirsagnir umræðuþráðanna sem nemendur hafa stofnað. Til að skoða umræðuna þarf að opna hvern umræðuþráð fyrir sig.
 • Einföld umræða - Nemandi getur svarað innleggi kennara og annarra nemenda en ekki stofnað eigin umræðuþráð. Þegar einföld umræða er opnuð sést hún öll í heild sinni á einni síðu. Athugið að einfalda umræðu er ekki mögulegt að nota með aðskyldum hópum.
 • Hver þátttakandi hefur eina umræðu - Þessi gerð umræðu líkist almennri umræðu, fyrir utan að hver nemandi getur einungis stofnað einn umræðuþráð.
 • SOS umræða - SOS stendur fyrir spurningar og svör. Kennari skráir spurningu sem nemendur svara. Nemandi getur ekki séð svör annarra nemenda við spurningu án þess að svara henni fyrst sjálfur.
 • Stöðluð umræða sem birtist á blogg-sniði - Svipar til almennrar umræðu en þegar umræðan er opnuð sjást bæði titlar umræðuþráða og innlegg.

Uppsetning umræðu

Leiðin: Áfangasíða > Í ritham > +Nýtt viðfangsefni eða aðföng > Umræða > Nýtt

 1. Setjið áfangann í ritham, smellið á +Nýtt viðfangsefni eða aðföng, veljið umræðu og smellið á nýtt.
 2. Gefið umræðunni lýsandi heiti í línuna efst og skrifið leiðbeiningar fyrir nemendur í ritilinn fyrir neðan.

  Umræða stofnuð

 3. Veljið tegund umræðu. Upplýsingar um tegundir umræðna eru í kaflanum fyrir ofan. Með því að smella á spurningamerkið í uppsetningu umræðunnar er einnig hægt að fá upplýsingar um tegundir umræðna.
  Tegund umræðu
 4. Áskriftarhamur hefur að gera með hvort nemandi fær tölvupóst þegar innlegg eru skráð í umræðu.
  1. Valkvæm áskrift er sjálfvalin og hentar í flestum tilfellum (sjá mynd fyrir neðan). Hún merkir að nemandi getur gerst áskrifandi að umræðunni hvenær sem er og fengið með því tölvupóst í hvert skipti sem einhver skráir innlegg í umræðuna. Hann getur einnig sagt upp áskriftinni.
  2. Skylduáskrift merkir að nemendur eru áskrifendur að umræðunni og geta ekki sagt áskrift upp. Nemendur fá þá tölvupóst í hvert skipti sem einhver skráir innlegg í umræðuna. Ekki er mælt með skylduáskrift nema brýna nauðsyn beri til.
  3. Sjálfvirk áskrift merkir að nemendur eru áskrifendur en geta sagt áskrift upp hvenær sem er ef þeir kjósa.
  4. Áskriftir óvirkjaðar merkir að áskrift að umræðu er ekki í boði. Nemandi getur þá einungis skoðað innlegg í umræðuna inn í Moodle.
   Áskrift umræðu
 5. Einkunn fyrir umræðu Sjálfvalda stillingin vegna námsmats í umræðu er ekkert mat. Ef gefa á einkunn fyrir umræðuna þarf að velja útreikningstegund. Moodle reiknar saman einkunnir nemanda fyrir innlegg út frá þeirri útreikningstegund sem valin er. Ekki er þörf á að gefa einkunn fyrir öll innlegg nemandans. Moodle reiknar einkunn nemanda einungis út frá þeim innleggjum sem hefur verið gefin einkunn.Möguleikar í boði eru:
  • Meðaltal mats - Moodle reiknar meðaleinkunn fyrir þau innlegg nemanda sem hefur verið gefin einkunn í umræðunni.
  • Fjöldi matsatriða - Einkunn nemanda fyrir umræðuna endurspeglar fjölda innleggja sem voru metin. Athugið að einkunn getur ekki orðið hærri en leyfileg hámarksstig.
  • Hæsta mat - Einkunn nemanda fyrir umræðuna byggist á hæstu einkunn sem hann fékk fyrir innlegg.
  • Lægsta mat - Einkunn nemanda fyrir umræðuna verður lægsta einkunnin sem hann fékk fyrir innlegg.
  • Samtala matsMoodle leggur saman einkunnir nemanda fyrir innlegg og suman verður einkunnin fyrir umræðuna. Einkunn nemanda getur ekki orðið hærri en hámarksstig (sjá mynd).
   eru lagUndir hverju innleggi nemanda getur kennari valið einkunn (eða nemendur ef þeim er gefin heimild til að meta). 

   Umræða hópar
   Einkunnaskali Undir einkunnaskali er stig sjálfvalið og hámarkseinkunn 10. Hér er hægt að breyta hámarksstigum fyrir innlegg eða velja einkunnaskali við tegund og velja síðan tiltekinn einkunnaskala fyrir neðan. Ef dagsetningar eru virkjaðar (setja hak í reit fyrir ofan) er eingöngu hægt að gefa einkunnir á því tímabili sem valið er.
 6. Hópumræður eða allir saman Ef nemendur eiga allir að ræða saman (ekki  í hópum) þarf að velja engir hópar við hópham. Sýnilegir hópar merkir að nemendur ræða saman í hópum. Nemandi getur skoðað umræðu í annarra hópa en eingöngu tekið þátt í umræðu eigin hóps. Aðskyldir hópar merkir að nemandi getur einungis séð (og tekið þátt í) umræðu eigin hóps. Athugið að setja þarf upp hópa undir umsýsla áfanga > notendur > hópar ef umræða á að vera í hópum. Til að einangra umræðu við ákveðna hópa þarf að setja hópana í klasa og velja klasann í uppsetningu umræðunnar (sjá mynd). Sjá nánar um hópa og klasa.
  Umræða hópar

  Hér eru sýnilegir hópar valdir en enginn klasi. Það þýðir að allir hópar áfanga hafa aðgang að umræðunni.

  Undir sýnilegt er hægt að fela umræðuna fyrir nemendum. Þetta er sama stilling og augað aftan við umræðuna á forsíðu (í ritham).


Nánar um umræðu á moodle.org: