Moodle býður upp á fjölda verkfæra og það getur verið snúið að velja hvert þeirra hentar best því sem á að gera. Oft er einnig hægt að velja úr mismunandi leiðum misgóðum. Hér fyrir neðan eru tekin nokkur dæmi um það sem ætlast er til af nemanda og hvaða verkfæri í Moodle hentar.
Athugið að hvert verkfæri býður upp á mun fleiri möguleika heldur en hér eru taldir upp.
- Skila skrá inn í Moodle t.d. Word eða PDFeða
- skrifa texta beint inn í Moodle eða
- skrifa ritgerð. Nemandi má ekki sjá þau ritgerðarefni sem velja má úr (eða spurningar sem á að svara) fyrr en komið er að skilum.
Verkfærið er skilaverkefni sem er að finna undir +Nýtt viðfangsefni eða aðföng (áfangi í ritham). Sjá nánari leiðbeiningar um skilaverkefni.
Hægt er að leyfa nemanda að skila skrá eða skrifa beint inn í Moodle. Einnig er hægt að velja að nemandi sjái ekki spurningu eða ritgerðarefni þar til leyfilegt er að skila.
Í skilaverkefni eru fjölbreyttar leiðir einkunnagjafar í boði.
- Einföld bein einkunnagjöf (t.d. 1-10).
- Einkunnaskali t.d. lokið/ólokið eða A, B, C, D.
- Einkunnalisti – fyrirfram ákveðin viðmið sem á að gefa einkunn fyrir eru skilgreind.
- Einkunnarammi (rubric) – fyrirfram ákveðin viðmið sem á að gefa einkunn fyrir eru skilgreind auk skilyrða sem þarf að uppfylla innan hvers viðmiðs til að ná tiltekinni einkunn.
Í öllum leiðum einkunnagjafar eru einnig í boði skrifaðar athugasemdir.
Endurgjöf:
Hægt er að skrifa athugasemdir í texta nemandans, yfirstrika, undirstrika, ramma inn texta, gera broskarla o.fl. sem nemandi getur séð og betrumbætt verkefnið ef þess er krafist.
Skilaverkefni er hægt að stilla sem hópverkefni og tengja við hópa í áfanga.
Skila skrá inn í Moodle, skrifa texta, mynd, vefslóð, velja úr fyrirframgefnum kostum og/eða fleira.
Eftir að kennari hefur samþykkt efni nemanda þurfa aðrir nemendur að fá aðgang til að skoða efnið.
Verkfærið er gagnagrunnur.
Ef nemendur eiga ekki að sjá efni hvors annars strax þarf að velja já í uppsetningu gagnagrunnsins þar sem stendur krefjast samþykkis (undir færslur).
Sjá leiðbeiningar um gagnagrunn.
Gagnagrunnur býður upp á einfalt námsmat, annað hvort stig t.d. 0-10 eða einkunnaskala t.d. lokið/ólokið.
Í gagnagrunni er gefin einkunn fyrir hverja færslu nemanda. Velja þarf í uppsetningu gagnagrunnsins hvernig einkunnir fyrir færslur skulu að reiknast saman (s.s. meðaltal mats, hæsta mat o.fl.). Ef nemandi á einungis að skila inn einni skrá einu sinni verður aðeins til ein færsla hjá nemanda og skiptir því ekki máli hvaða útreikningstegund er valin.
Möguleikar á hefðbundinni tengingu við hópa og aðgangsstýringu.
Skrifa dagbók.
Verkfærin eru
gagnagrunnur eða
umræða.
Hvort sem notaður er gagnagrunnur eða umræða er nauðsynlegt að búa til hópa og setja einungis einn nemanda í hvern hóp. Það er gert til þess að koma í veg fyrir að nemendur sjái dagbókarfærslur hvors annars. Fljótlegast er að mynd hópana sjálfvirkt og setja þá um leið í klasa. Klasann er t.d. hægt að nefna dagbækur. Klasann þarf svo að tengja við gagnagrunnin (eða umræðuna) með því að að velja undir almennar stillingar, aðskyldir hópar og velja klasann dagbækur.
Munurinn
Munurinn á því hvort verkfærið er valið felst aðallega í þvi hvernig uppsetning dagbókarinnar lítur út.
Í gagnagrunni er hægt að lesa allar dagbókarfærslur nemanda á einni síðu. Til að skrifa athugasemd eða gefa einkunn þarf að opna eina færslu í einu en hægt að fletta áfram yfir í næstu færslu. Gagnagrunnur býður upp á að stjórna því meira hvernig viðmótið lítur út en er örlítið flóknara í uppsetningu.
Í umræðu sjást titlar og dagsetning dagbókarfærslna í lista en til að lesa, skrifa athugasemd eða gefa einkunn þarf að opna eina færslu í einu. Umræða er einfaldari í uppsetningu en gagnagrunnur.
Sjá nánar um uppsetningu dagbókar.
Bæði verkfærin gagnagrunnur og umræða bjóða upp á einfalt námsmat, annað hvort stig t.d. 0-10 eða einkunnaskala t.d. lokið/ólokið.
Gefin er einkunn fyrir hverja færslu nemanda. Velja þarf í uppsetningu hvernig einkunnir fyrir færslur skulu að reiknast saman (s.s. meðaltal mats, hæsta mat eða annað).
Önnur leið í einkunnagjöf
Kjósi kennari frekar að lesa allar færslur nemanda og gefa eina einkunn er hægt að búa til sér einkunnaatriði fyrir dagbókina í einkunnabók áfangans og skrá einkunnir beint þar en velja í uppsetningu gagnagrunnsins eða umræðunnar ekkert mat.
Búa þarf til hópa, setja einn nemanda í hvern hóp og setja hópana saman í klasa. Þetta er fljótlegast að gera með því að mynda hópa sjálfvirkt og setja þá um leið í klasa. Í umsetningu gagnagrunnsins/umræðunnar er áríðandi að velja aðskyldir hópar og velja viðkomandi klasa.
Nemendur eiga að ræða saman allir um eitt málefni.
Verkfærið er
umræða.
Í uppsetningu umræðunnar er valin einföld umræða við tegund umræðu. Nemendur geta svarað upprunalegu innleggi kennara eða innleggjum annarra nemenda. Umræðan birtist öll á einni síðu.
Sjá nánari leiðbeiningar um umræðu.
Umræða býður upp á einfalt námsmat, annað hvort stig t.d. 0-10 eða einkunnaskala t.d. lokið/ólokið. Gefin er einkunn fyrir hvert innlegg nemanda. Velja þarf í uppsetningu umræðunnar hvernig einkunnir fyrir innlegg skulu að reiknast saman (s.s. meðaltal mats, hæsta mat eða annað).
Önnur leið í einkunnagjöf
Kjósi kennari frekar að gefa nemanda eina einkunn fyrir þátttöku í umræðunni er hægt að búa til sér einkunnaatriði í einkunnabók áfangans og skrá einkunnir beint þar en velja í uppsetningu umræðunnar ekkert mat.
Ekki er þörf á hópum þegar allir nemendur áfanga ræða saman.
Fjarnemendur eingöngu eiga að taka þátt í umræðu.
Umræða býður upp á einfalt námsmat, annað hvort stig t.d. 0-10 eða einkunnaskala t.d. lokið/ólokið. Gefin er einkunn fyrir hvert innlegg nemanda. Velja þarf í uppsetningu umræðunnar hvernig einkunnir fyrir innlegg skulu að reiknast saman (s.s. meðaltal mats, hæsta mat eða annað).
Önnur leið í einkunnagjöf
Kjósi kennari frekar að gefa nemanda eina einkunn fyrir þátttöku í umræðunni er hægt að búa til sér einkunnaatriði í einkunnabók áfangans og skrá einkunnir beint þar en velja í uppsetningu umræðunnar ekkert mat.
Setja þarf fjarnemendur í hóp og skilyrða aðgang að umræðunni út frá hópnum.
Í uppsetningu umræðunnar undir skilyrða aðgang er búin til ný aðgangsstýring fyrir hóp, hópurinn fjarnemendur valinn og vistað.
Sjá leiðbeiningar um hópa.
Um aðgangsstýringar.
Svara einni spurningu. Eftir að nemandi hefur sjálfur svarað má hann sjá svör annarrra.
Umræða er sjálfvirkt stillt á ekkert mat en býður þó upp á einfalt námsmat, annað hvort stig t.d. 0-10 eða einkunnaskala t.d. lokið/ólokið. Gefin er einkunn fyrir hvert innlegg nemanda. Velja þarf í uppsetningu umræðunnar hvernig einkunnir fyrir innlegg skulu að reiknast saman (s.s. meðaltal mats, hæsta mat eða annað).
Önnur leið í einkunnagjöf
Kjósi kennari frekar að gefa nemanda eina einkunn fyrir þátttöku í umræðunni er hægt að búa til sér einkunnaatriði í einkunnabók áfangans og skrá einkunnir beint þar en velja í uppsetningu umræðunnar ekkert mat.
Leyfa nemendum að skrá sig í skólaferð.
Ekkert námsmat.
Leyfa nemendum að tilkynna nafnlaust um einelti.
Ekkert námsmat.
Veita endurgjöf um áfanga – svara nokkrum spurningum.
Ekkert námsmat.
Skrá sig í hóp.
Verkfærið er
hópaval (group choice).
Nauðsynlegt er að stofna „tóma hópa“ fyrst. Hægt er að búa til hópana handvirkt og sleppa því að setja nemendur í þá eða mynda hópa sjálfvirkt og velja enginn meðlimur þar sem stendur skipa meðlimi.
Sjá nánar nemandi skráir sig sjálfur í hóp.
*Hópaval er viðbót í Moodle og er því ekki í öllum skólum.
Ekkert námsmat.
Nemandinn fær nokkrar síður með texta, myndum eða öðru efni. Á hverri síðu er spurning eða valmöguleiki sem þarf að svara. Það byggist á svari nemandans hvert hann er sendur næst/hvað hann á að lesa næst.
Einfalt námsmat s.s. á kvarðanum 0-10 eða einkunnaskali s.s. A, B, C, D eða Lokið/Ólokið.
Jafningjamat og sjálfsmat
Nemandi á að meta bæði verk þriggja samnemenda sinna og sín eigin skil.
Verkfærið er verkstæði sem er að finna undir +nýtt viðfangsefni eða aðföng. Sjá nánari upplýsingar um verkstæði.
Nemandi getur bæði skrifað texta beint inn í Moodle og skilað skjali.
Þegar skilum nemenda er úthlutað vegna jafningjamats er hægt að velja um t.d. hvort hver nemandi á að meta verk fimm samnemenda eða hvort hver skil skuli vera metin af fimm nemendum. Hægt er að úthluta matinu sjálfvirkt eða handvirkt, innan hóps eða utan.
Vegna jafningjamats og sjálfsmats útbýr kennari matsblað þar sem skilgreindir eru þeir þættir (eða þáttur) sem nemendur eiga að meta. Hægt er að gefa matsþáttunum mismunandi vægi. Nemandinn getur einnig skrifað athugasemdir við hvern matsþátt.
Í verkstæði fær nemandinn að lokum tvær einkunnir, eina sem stendur fyrir þær einkunnir sem samnemendur gáfu honum, aðra fyrir að meta samnemendur sína. Moodle reiknar síðari einkunnina eftir ákveðinni forskrift sem hægt er að kynna sér á moodle.org.
Nemandinn sér einkunnir og athugasemdir samnemenda sinna en einungis kennari getur séð nafn þess sem metur.
Hópastillingar í uppsetningu verkstæðis hafa neðangreind áhrif:
Ef valin er stillingin aðskyldir hópar er hægt að úthluta skilum til mats einungis innan hvers hóps. Nemandi getur eingöngu metið verk eigin hópmeðlima.
Ef valin er stillingin sýnilegir hópar er boðið upp á að koma í veg fyrir að nemandi meti verk eigin hópmeðlima. Að öðrum kosti meta nemendur ýmist innan eigin hóps eða verk annarra hópa.
*Athugið að ef hópar eru notaðir í öðrum verkefnum eða umræðum borgar sig að setja hópana fyrir verkstæðið í klasa og velja klasann í uppsetningu verkstæðisins.
Nemandinn á að búa til krossaspurningu úr námsefninu. Nemandinn skilar inn spurningunni ásamt rétta svarinu og þremur röngum svarliðum.
Nemandi getur skoðað spurningar annarra eftir að hann hefur sjálfur sett inn spurningu.
Verkfærið er umræða. Í uppsetningu umræðunnar er valin er sos umræða við tegund umræðu. Sjá leiðbeiningar um umræðu.
Nemandi hefur 30 mínútna glugga eftir að hann sendir inn spurningu til að laga eða breyta. Eftir þann tíma sjá aðrir nemendur spurninguna en þó einungis þeir sem þegar hafa sent inn eigin spurningu.
Ef nemandi má sjá spurningar annarra áður en hann býr til sína eigin er hægt að nota tegundina einfalda umræðu.
Notaður er einkunnaskalinn lokið/ólokið. Spurningar nemenda er hægt að skoða allar saman á einni síðu og gefa um leið hverjum og einum einkunn.
Í uppsetningu umræðunnar er valið eftirfarandi undir mat:
- Útreikningstegund: Meðaltal mats
- Tegund: Einkunnaskali
- Einkunnaskali: Lokið/ólokið
Hópar eiga ekki við í þessu tilfelli en þó er einfalt að tengja umræðuna við hópa sé þess þörf.