Um skilaverkefni (skilahólf)


Með skilaverkefni er hægt að leyfa nemendum að skila verkefni, annað hvort í formi skráar eða með því að skrifa beint inn í Moolde.

Skilaverkefni býður upp á þróaða endurgjöf og námsmat t.d. í formi einkunnaramma (rubric) og einkunnavísa, einnig getur kennari skrifað athugasemdir inn í ritverk nemanda, rammað inn texta, áherslumerkt texta, undirstrikað, teiknað o.fl. Kennari getur safnað eigin athugasemdum og notað aftur og aftur.

Hægt er að gefa nemanda leyfi til að endurbæta verk sitt og skila því aftur. Mögulegt er að endurtaka skil og endurgjöf eins oft og þörf krefur. Moodle heldur utan um útgáfur ritverksins í gegnum ferlið ásamt endurgjöf kennarans á hverjum tíma. Skilaverkefni býður upp á ýmsa stillingarmöguleika t.d. að setja það upp sem hópverkefni og tengja við hópa áfanga, fela lýsingu á verkefni þar til kemur að skiladegi/tíma o.fl.

    Í uppsetningu skilaverkefnis er boðið upp á margvíslega stillingamöguleika sem bjóða upp á mismunandi virkni. Til að sjá útskýringar á einstökum stillingum er best að smella á spurningamerki.

    Ath. þegar skilaverkefni er notað sjá nemendur ekki skil hvors annars. Ef til stendur að nemendur skoði eða jafnvel meti verkefni hvors annars þarf að nota annað verkfæri t.d. umræðu, gagnagrunn eða verkstæði.

    Upplýsingar á moodle.org um skilaverkefni

    Um mismunandi notkunarmöguleika skilaverkefnis