Hvaða verkfæri á að nota?

Moodle býður upp á fjölda verkfæra og það getur verið snúið að velja hvert þeirra hentar best því sem á að gera. Oft er einnig hægt að velja úr mismunandi leiðum misgóðum. Hér fyrir neðan eru tekin nokkur dæmi um það sem ætlast er til af nemanda og hvaða verkfæri í Moodle hentar.

Athugið að hvert verkfæri býður upp á mun fleiri möguleika heldur en hér eru taldir upp.

  • Skila skrá inn í Moodle t.d. Word eða PDFeða
  • skrifa texta beint inn í Moodle eða
  • skrifa ritgerð. Nemandi má ekki sjá þau ritgerðarefni sem velja má úr (eða spurningar sem á að svara) fyrr en komið er að skilum.

Skila skrá inn í Moodle, skrifa texta, mynd, vefslóð, velja úr fyrirframgefnum kostum og/eða fleira.
Eftir að kennari hefur samþykkt efni nemanda þurfa aðrir nemendur að fá aðgang til að skoða efnið.

Skrifa dagbók.
Nemendur eiga að ræða saman allir um eitt málefni.
Fjarnemendur eingöngu eiga að taka þátt í umræðu.
Svara einni spurningu. Eftir að nemandi hefur sjálfur svarað má hann sjá svör annarrra.
Leyfa nemendum að skrá sig í skólaferð.
Leyfa nemendum að tilkynna nafnlaust um einelti.
Veita endurgjöf um áfanga – svara nokkrum spurningum.
Skrá sig í hóp.

Nemandinn fær nokkrar síður með texta, myndum eða öðru efni. Á hverri síðu er spurning eða valmöguleiki sem þarf að svara. Það byggist á svari nemandans hvert hann er sendur næst/hvað hann á að lesa næst.

Jafningjamat og sjálfsmat

Nemandi á að meta bæði verk þriggja samnemenda sinna og sín eigin skil.

Nemandinn á að búa til krossaspurningu úr námsefninu. Nemandinn skilar inn spurningunni ásamt rétta svarinu og þremur röngum svarliðum.

Nemandi getur skoðað spurningar annarra eftir að hann hefur sjálfur sett inn spurningu.