Í stöku tilfelli getur hentað að búa handvirkt til dálk í einkunnabók t.d. til að gefa einkunn fyrir eitthvað sem ekki er skilað inn í Moodle. Þetta er gert með því að setja upp einkunnaatriði í einkunnabók. Einkunnir eru þá skráðar beint í einkunnabókina.
Út frá kennslufræðilegum sjónarmiðum m.a. er mælt með að setja frekar upp skilaverkefni en að búa til einkunnaatriði í einkunnabók. Ástæður eru eftirfarandi:
- Skilaverkefni kemur fram á áfangasíðunni og styður við heildarskipulag áfanga, yfirsýn nemanda yfir innihald áfanga og þá vinnu sem krafist er.
- Nemandinn getur smellt á skilaverkefnið og séð lýsingu kennarans á því, um hvaða verkefni er að ræða.
- Skilaverkefni býður upp á fjölbreyttari möguleika í námsmati og endurgjöf, bæði einfalda einkunnagjöf, einkunnaramma (rubric) og einkunnavísi (marking guide).
- Skilaverkefni er einfalt að setja upp þannig að engu sé hægt að skila inn, sem hentar t.d. þegar nemandi á að halda kynningu eða gera tilraun.
- Skilaverkefni eignast sjálfvirkt dálk í einkunnabók.
- Þegar kennari skráir einkunnir fyrir skilaverkefni færir Moodle þær sjálfvirkt í einkunnabókina.
Einkunnaatriði sett upp í einkunnabók
Leiðin: Áfangi > Einkunnir > Uppsetning > Uppsetning á einkunnabók
- Opnið áfangann og smellið á einkunnir í leiðartré.
- Farið í flipann uppsetningu og undirflipann uppsetningu á einkunnabók
- Smellið á bæta við einkunnaatriði (einkunnahluta), neðst á síðunni.
- Gefið atriðinu lýsandi heiti sem nemandi tengir við. Við Tegund einkunnar er gildi sjálfvalið. Hér er hægt að velja að gefa einkunn á kvarða sem er þá valinn í listanum fyrir neðan. Smellið á spurningarmerkin til að fá skýringar á einstökum stillingum.
- Vistið breytingar neðst á síðunni.
Skráning einkunna í einkunnabók
Leiðin: Áfangi > Einkunnir > Skoða > Single view
- Opnið áfangann og smellið á einkunnir í leiðartré.
- Veljið flipann skoða og single view (sjá mynd).
- Veljið einkunnaatriðið sem á að gefa einkunn fyrir.
- Skráið einkunnir.
- Vistið.
Einkunnir er einnig hægt að skrá í einkunnagjafarskýrsluna með því að setja hana í ritham.