Skráning einkunna

Hefðbundna leiðin við að skráningu einkunna í Moodle er að skrá einkunnir í viðfangsefnið sjálft t.d. í skilaverkefni. Moodle býr til dálk í einkunnabók fyrir atriði sem miðast við einkunnagjöf og sendir einkunnir sjálfvirkt þangað um leið og þær eru skráðar í viðfangsefnið. Einkunnabókin býður þó einnig upp á að einkunnir séu skráðar þar og möguleikar sem þar er boðið upp á geta hentað betur í einhverjum tilfellum, t.d. er hægt að gefa mörgum í einu sömu einkunn og gefa nemanda undanþágu frá einkunn en ekki mikil áhersla á endurgjöf líkt og í skilaverkefni t.d. Sjá: Endurgjöf og einkunn fyrir skilaverkefni

 Skráning einkunna í einkunnabók

Í einkunnabók er hægt að skrá einkunnir annað hvort í einkunnagjafarskýrsluna eða í sk. „single view“. Einfaldara getur verið að skrá einkunnir í „single view“, sérstaklega í fjölmennum áföngum eða ef um mörg verkefni (marga dálka) er að ræða.