Hæfniviðmið og námsáætlanir

(competencies and learning plans)

Moodle býður upp á uppsetningu námsáætlana ásamt hæfniviðmiðum. Kennari getur tengt hæfniviðmið við áfanga og/eða einstök viðföng s.s. verkefni, próf, umræður o.fl. Einnig er hægt er að setja upp námsáætlanir og hæfniviðmið kerfislægt þannig að sé aðgengilegt áföngum allra skóla.

Hér fyrir neðan eru þrjú stutt vídeó sem útskýra hvernig hæfniviðmið virka í Moodle út frá sjónarhorni nemanda, kennara og kerfisstjóra.

Athugið!

„Competencies” og „learning plans” er nýtt í Moodle. Fyrir var verkfærið „outcomes” sem einnig býður upp á að tengja hæfniviðmið við áfanga og/eða einstök viðföng. Þetta getur skiljanlega valdið ruglingi en um ástæðu þess að búið var til nýtt verkfæri fyrir hæfniviðmið í Moodle má fræðast hér: Framework for competency-based education (CBE) in MoodleNánari upplýsingar um „outcomes”.

Sjá einnig síðuna hæfniviðmið tengd við verkefni . Hér er sýnt hvernig eldra verkfærið fyrir hæfniviðmið „outcomes” er notað.