Einkunnum nemenda hlaðið niður

Leiðin: Áfangi > Einkunnir > Útflutningur

Einkunnabók áfanga býður upp á að hlaða niður einkunnum nemenda. Þetta getur komið sér vel ef kennari vill eiga afrit af einkunnum eða til að vinna með einkunnir í töflureikni (Open/Libre Office, Excel). Hægt er að velja um eftirfarandi skráargerðir: Open Office (ods), textaskrá (csv), Excel (xlsx), eða xml skrá.

  1. Opnið áfangann og smellið á Einkunnir.
  2. Veljið tegund skráar.tegund skráar
  3. Ef ekki á að hlaða niður einkunnum allra verkefna þarf að fjarlægja merkingu við einstök verkefni.
  4. Neðst undir „Export format options“ er hægt að velja hvort umsagnir eiga að fylgja með o.fl.
  5. Smellið á sækja.

Nánari upplýsingar um útflutning einkunna á moodle.org