Til að flytja möppu úr tölvu inn á áfangasíðuna er nauðsynlegt að þjappa möppuna fyrst þ.e. búa til svokallaða zip-skrá.
- Hægri smellið á möppuna í tölvunni og veljið senda til (send to) og þjöppuð mappa (zip-þjöppun) (compressed zipped folder). Til verður zip-skrá, hún lítur út eins og mappa með rennilás.
- Dragið zip skrána inn á viðeigandi stað á forsíðu áfangans. Athugið að það þarf að sleppa skránni neðst í viku/hluta. Eftir á er hægt að staðsetja hana betur.
- Moodle býður upp á að afþjappa skrána. Smellið á sækja.
*Athugið að svolítið mismunandi er eftir stýrikerfum og forritum í tölvunni hvernig zip-skrá er búin til.
Leiðin: Í ritham > Nýtt viðfangsefni eða aðföng - Aðföng Mappa - Nýtt
- Setjið áfangann í ritham.
- Smellið á +nýtt viðfangsefni eða aðföng.
- Skrunið niður í panelnum sem opnast, veljið mappa og smellið og nýtt.
- Möppunni er gefið nafn.
- Skráið lýsingu (upplýsingar fyrir nemendur) í ritilinn ef þörf krefur.
- Skrár er hægt að draga inn eða ná í með + hnappi. Ef + hnappur er notaður opnast skráarstjórinn sem býður m.a. upp á að sækja skrá í tölvu. Með því að nota +möppuhnappinn má búa til undirmöppur (sjá mynd).
- Veljið aðrar stillingar eins og við á og vistið neðst á síðunni.
Innihald möppunnar er hægt að birta á sér síðu eða beint á forsíðu áfangans. Hafa ber í huga að ef innihald möppu er birt á áfangasíðunni sjálfri eykur það lengd síðunnar. Hægt er að skipuleggja skrárnar í undirmöppur eins og sýnt er á myndinni fyrir neðan.
Til að setja margar skrár eða möppur í einu, inn í möppu þarf að þjappa skrárnar/möppurnar fyrst í zip skrá. Þegar zip-skrá er hlaðið inn býður Moodle upp á afþjöppun. Til að afþjappa er smellt á zip-skrána inn í Moodle og á „Afþjappa“.
Hægt að stýra aðgangi að möppu út frá ólíkum forsendum; dag/tíma, hóp/hópum, að nemandi hafi lokið við annað viðfangsefni o.fl. Sjá nánar leiðbeiningar um aðgangsstýringar á efni.
Mögulegt er að breyta réttindum nemenda í möppu þannig að þeir geti vistað ný gögn eða eytt gögnum úr möppu.
Með staðværri hlutverkaskipan er hægt að veita ákveðnum nemanda eða nemendum kennarahlutverk í möppunni.
Með því að breyta heimildum nemendahlutverksins í möppunni er hægt að leyfa öllum nemendum áfanga að vista þar efni og/eða eyða.
Þessi leið hentar t.d. til að leyfa nemendum að deila gögnum sín á milli.
*Athugið að mappa er ekki ætluð fyrir verkefnaskil nemenda, býður ekki upp á námsmat og tengist ekki einkunnabók áfangans.