Url (slóð)

Í ritham – +nýtt viðfangsefni eða aðföng – url – nýtt

Url eða slóð gerir mögulegt að vísa á vefi, myndir, skjöl eða annað á netinu með tengli. Hægt er að velja um nokkra mismunandi birtingarmáta s.s. að opna í nýjum glugga eða fella vefsíðu (efni) inn í áfangann. Athugið að tengla í vefi eða annað efni á netinu er líka hægt að búa til í ritlinum. Ef um safn tengla er að ræða gæti verið hentugra að búa til sér síðu eða blokk undir þá.

  1. Setjið áfanga í ritham.
  2. Smellið á +nýtt viðfangsefni eða aðföng.
  3. Skrunið niður í panelnum sem opnast, veljið url og smellið á nýtt.
  4. Gefið tenglinum nafn. Nafnið birtist sem tengill á forsíðu áfangans.
  5. Hægt er að setja lýsingu í ritilinn fyrir neðan ef óskað er og birta hana með tenglinum á áfangasíðunni.
  6. Veljið viðeigandi birtingarmáta og vistið neðst á síðunni.