Ný skrá

Leiðin: Áfangasíða í ritham > +Nýtt viðfangsefni eða aðföng > Skrá > Nýtt

*Athugið að þegar áfangi er í ritham er hægt að draga skrá úr tölvu beint inn á forsíðu áfangans en neðangreind leið er einnig möguleg.

  1. Setjið áfanga í ritham.
  2. Smellið á +nýtt viðfangsefni eða aðföng í þeirri viku/hluta þar sem skráin á að vera (einnig er hægt er að flytja skrána eftir á með því að draga).
  3. Í panelnum sem opnast þarf að skruna niður, velja skrá og smella á nýtt (eða tvísmella á skrá).
  4. Skránni er gefið nafn.
  5. Möguleg er að skrá upplýsingar í ritillinn fyrir neðan. Upplýsingarnar er hægt að birta á forsíðu áfangans ef merkt er í reit fyrir neðan ritil.
  6. Skráin er dregin inn í Moodle eða smellt á +hnappinn til að ná í skrána (sjá mynd).
    Ný skrá í Moodle

    Ef +hnappurinn er notaður opnast skráarstjórinn þar sem boðið er upp á að ná í skrána m.a. í tölvu eða í Google skrár notanda.

  7. Veljið aðrar stillingar eins og hentar og vistið neðst á síðunni.

Aðrir möguleikar
Kennari getur sett inn fleiri skrár hér og jafnvel flokkað þær í möppur. Nemendur hafa þó einungis aðgang að einni skrá. Þessi möguleiki gagnast ef nemendur eiga að hafa aðgang að einni skrá í einu af tilteknu úrvali skráa. Með því að smella á skrána og velja „skilgreina aðalskrá“ er valin sú skrá sem nemendur eiga að fá aðgang að á hverjum tíma.

*Athugið að nemendur hafa ekki aðgang að möppum eða mörgum skrám í einu með þessari aðgerð.