Leiðin: Prófið > tannhjól > Breyta prófi
- Smellið á prófið á áfangasíðunni.
- Smellið á tannhjólið hægra megin og veljið Breyta prófi
- Smellið á Bæta við spurningu lengst til hægri. Boðið er upp á þrjá möguleika:
- Ný spurning - að búa til nýja spurningu í prófið. Gluggi opnast þar sem tegund spurningar er valin.
- Úr spurningabanka - að velja spurningu sem þegar er til í spurningabankanum. Gluggi í spurningabankann opnast.
- Bæta við spurningu af handahófi - að láta Moodle velja spurningu/spurningar af handahófi úr spurningabankanum. Moodle velur þá spurningu í prófið í hvert skipti sem nemandi tekur prófið. Nemendur fá þá ólíkar spurningar. Kennari getur valið að bæta við t.d. þremur spurningum úr fimmtán spurninga flokki spurningabankans. Nánari upplýsingar um spurningar af handahófi má sjá í Moodle látið velja spurningar í próf.
Myndin fyrir neðan sýnir síðuna Breyta prófi þar eru spurningar settar í próf og hægt að raða þeim upp á síður. Aðgerðahnappar á myndinni eru merktir og útskýringar fyrir neðan.
Þegar spurningu hefur verið bætt í próf sést hún á síðunni „Breyta prófi“ og er um leið vistuð í prófinu (sjá mynd fyrir ofan). Hér fyrir neðan eru útskýrðar einstakar aðgerðir sem eru þar í boði, út frá númerunum á myndinni. Athugið að með því að láta músarbendil hvíla yfir tákni í Moodle er hægt að sjá útskýringu á virkni táknsins.
- Sjálfgefin hámarkseinkunn prófs er 10 sem merkir að nemandi fær á bilinu 0-10 í einkunn fyrir próf. Hægt er að breyta hámarkseinkunn í hvaða tölugildi sem er. Moodle sér um að umreikna þau stig sem nemandi fær í prófi yfir í einkunn, út frá hámarkseinkunninni. Stundum er hámarkseinkunn látin endurspegla fjölda stiga í prófinu. Til að breyta hámarkseinkunn er tölugildi slegið inn í reitinn og smellt á vista. Í einkunnabók er hægt að láta einkunnina fyrir prófið birtast sem bókstafi.
- Samtala stiga sýnir stigafjölda allra spurninga prófsins.
- Stigafjöldi spurningar. Til að breyta stigafjölda er smellt á pennamerkið, stigin slegin inn og smellt á enter hnappinn á lyklaborðinu til að vista.
- Örvakrossinn er til að færa hluti. Hér er hægt að breyta röð spurninga með því að draga spurningu á anna stað í röðinni.
- Tákn sem sýnir/stendur fyrir gerð spurningar. Ef músarbendill er látinn hvíla yfir tákninu kemur upp heiti spurningagerðarinnar sem táknið stendur fyrir.
- Tannhjólið er til að breyta, í þessu tilfelli breyta prófspurningu.
- Stækkunarglerið er til að skoða spurninguna, einnig hægt að svara spurningunni.
- Ruslatunnan er til að fjarlægja spurningu úr prófinu. Spurningin eyðist ekki úr spurningabankanum.
- Þetta tákn er til að búa til ný síðuskil og/eða eyða síðuskilum.
- Fyrir utan möguleikana þrjá til að bæta við spurningu er hér hægt að búa til fyrirsögn inn í prófið „A new section heading“ og þar með skipta prófinu upp í hluta eða kafla.
- Pennamerkið er til að setja fyrirsögn efst í prófið, á fyrsta hluta prófsins og kemur sér vel þegar prófinu er skipt upp í hluta (sections).
- Hér er hægt að endurstilla síðuskil í prófinu, t.d. setja eina spurningu, eða fjórar á hverja síðu prófsins, með einni aðgerð. Þetta kemur sér vel þegar síðuskilin eru komin í rugl.
- Select multiple items aðgerðin býður upp á að fjarlægja margar spurningar í einu úr prófinu. Merkt er við spurningarnar og smellt á Eyða völdu.
- Ef merkt er við handahófsraða spurningum koma spurningarnar í mismunandi röð hjá nemendum þegar þeir taka prófið.
Upplýsingar um ólíkar gerðir spurninga á moodle.org
Sjá nánari leiðbeiningar um hvernig spurningum er bætt í próf á moodle.org