Próf forskoðað

Með því að forskoða próf og svara prófspurningunum getur kennari t.d. kannað:

 • hvort svarmöguleikar eru skilgreindir rétt
 • hvort uppsetning spurninga er eðlileg
 • hvernig uppsetning prófsins í heild kemur út og
 • hversu langan tíma það tekur að taka prófið.

Kennari getur forskoðað/tekið prófið eins oft og þörf krefur. Forskoðun líkir eftir eiginlegri próftöku en prófúrlausn verður ekki til. Sjá lýsingu hér fyrir neðan.

 1. Smellið á prófið á áfangasíðunni (ekki þarf að vera í ritham).
 2. Smellið á tannhjólið hægra megin og veljið Forskoða. Prófið opnast.
  Forskoða próf
 3. Farið í gegnum prófið alla leið líkt og nemandinn. Sendið inn prófið með því að smella á Senda og hætta. Eiginleg prófúrlausn verður ekki til en Moodle sýnir kennara gerviprófúrlausn. Í henni kemur fram einkunn kennarans og hversu mörg stig hann fékk fyrir hverja spurningu, hvort spurningum var svarað rétt.

Laga /breyta spurningum í forskoðuninni eða endurskoðuninni (prófúrlausninni)

Í forskoðun prófsins hefur kennari aðgang að hlekknum breyta spurningu, þar sem hann getur breytt/lagað spurninguna. Eftir lagfæringar getur kennari haldið áfram að forskoða prófið.

Hvað er athugað í forskoðun prófs?

Eftir atvikum er t.d. hægt að kanna í forskoðun prófs:

 • Orðalag spurninga og almennan skýrleika.
 • Hvort réttir svarliðir eru skilgreindir sem réttir. Kennari getur svarað spurnigum og athugað hvort hann fær 10/fullt skor í prófinu.
 • Hvort spurningar komi í ólíkri röð í hverri forskoðun (ef Handahófsraða spurningum er valið í Breyta prófi).
 • Hvort svarliðir krossaspurningar séu stokkaðir/í ólíkri röð í hverri forskoðun (ef merkt er við það í spurningu).
 • Hvort réttur svarliður í krossaspurningum er á ólíkum stað í hverri spurningu, t.d. að rétta svarið sé ekki oftast í A.
 • Hvort í svarlið spurningar er vísað í svarlið fyrir ofan eða í svarlið A t.d. en svarliðir síðan stilltir á að vera ruglaðir.
 • Hvort mismunandi spurningar koma í hverri forskoðun (gildir ef Moodle er látið velja spurningar af handahófi í próf).