Nemandi með lengri/annan próftíma

Próf býður upp á að gefa tilteknum nemanda eða nemendum, sérstakan próftíma, annan en meginstillingar prófsins segja til um. Til að gera þetta þarf að setja upp frávik í prófinu.

Frávik býður upp á neðangreinda möguleika:

  • að gefa lengri próftíma.
  • að leyfa að próf sé tekið annan dag og/eða á öðrum tíma.
  • að leyfa að taka próf oftar eða sjaldnar en meginstillingar þess kveða á um.
  • að setja lykilorð á próf.
  • að framlengja próftíma eftir að nemandi hefur byrjað próftöku. Próftími nemanda uppfærist um leið.