Handvirk einkunnagjöf

ATH! Í vídeóinu er eldra viðmót Moodle. Í stað vefstikunnar vinstra megin er nú farið í tannhjól tannhjól í efra hægra horni (eftir að smellt hefur verið á próf).

Leiðin: Prófið > tannhjól prófs > Niðurstöður - Handvirk einkunnagjöf

 1. Smellið á prófið á áfangasíðunni.
 2. Smellið tannhjól prófs (hægra megin) og á handvirk einkunnagjöf undir niðurstöðum. Spurningar í prófinu sem þarf að gefa handvirkt fyrir koma upp.
  handvirk einkunnagjöf

  Til að sjá tannhjól prófs þarf að smella fyrst á prófið.

  handvirk einkunnagjöf

  Myndin sýnir ritgerðarspurningar sem þarf að gefa einkunn fyrir handvirkt.

 3. Smellið annað hvort á Meta allt aftan við spurningu eða grade. Efst á síðunni sem opnast eru valmöguleikar. Þar er t.d. hægt að velja hve mörg svör nemenda eiga að sjást á síðu og í hvaða röð. Breytið valmöguleikum ef óskað er og vistið. Skrollið örlítið neðar til að skoða og meta svör nemenda.
  handvirk einkunnagjöf options

  Myndin sýnir valmöguleika í handvirkri einkunnagjöf.

 4.   Skráið einkunn/stig í litla reitinn (mark) og endurgjöf í ritilinn.
 5. Vistið neðst á síðunni. Síða með svörum næstu nemenda í röðinni opnast.