Í Moodle er hægt að stýra aðgangi að bæði námsgögnum og viðfangsefnum út frá mismunandi forsendum. Einnig er hægt að setja aðgangsstýringar á einstaka viku eða hluta áfanga.
Dæmi um aðgangsstýringar:
- eingöngu nemendur sem fengu einkunn undir lágmarkseinkunn í ákveðnu prófi fá aðgang að verkefni
- efni möppu er einungis haft aðgengilegt frá tilteknum degi/tíma
- nemandi þarf að hafa lokið tilteknum verkefnum með einkunn yfir 8 til að fá aðgang að prófi
- einungis nemendur sem tilheyra ákveðnum hópi fá aðgang að möppu
Sjá einnig síðuna „próf fyrir valda nemendur“ þar sem útskýrt er hvernig aðgangi er stýrt m.v. hóp.
Mögulegt er að setja margar aðgangsstýringar í sama atriði og þarf þá nemandi að uppfylla allt til að fá aðgang að því sem verið er að setja upp.