Einkunnaskalar (sérútbúnir)

Í Moodle getur kennari búið til einkunnaskala sem síðan er hægt að nota til að gefa nemendum einkunn fyrir viðfangsefni.  Einkunnaskali sem kennari setur upp er eingöngu aðgengilegur honum.

Dæmi um einkunnaskala: Ábótavant, Sæmilegt, Allgott, Gott, Frábært! - Í skilaverkefni með þessum einkunnaskala fengi nemandi með einkunnina ábótavant 0% fyrir verkefnið. Ef skalinn væri notaður t.d. í umræðum fer það eftir valinni reikningsaðferð hvort nemandi fengi 0 eða 1/5 fyrir einkunnina ábótavant.

Athugið að nota ekki einkunnaskala ef nákvæmur útreikningur heildareinkunnar er áríðandi. Sjá nánar um útreikning einkunnaskala hér neðar á síðunni.