- Hæsta einkunn – hæsta einkunnin af öllum próftilraunum nemanda fer í einkunnabók.
- Fyrsta einkunn – einkunnin fyrir fyrstu próftilraun nemanda gildir og fer í einkunnabók (þessi kostur er stundum notaður í lokaprófi, til að nýta prófið sem námstæki eftir að nemendur hafa tekið það).
- Síðasta einkunn – einkunn fyrir síðustu próftilraun nemanda gildir og fer í einkunnabók.
- Meðaleinkunn – Moodle reiknar meðaleinkunn fyrir allar próftilraunir nemanda og setur í einkunnabók.
Mögulegt er að gefa nemanda stig fyrir spurningu þrátt fyrir að hann hafi valið rangt svar. Athugið að einnig er mögulegt að breyta hvaða svarliður er réttur eftir að próf hefur verið tekið og láta Moodle endurreikna prófið. Hér fyrir neðan er útskýrt hvernig nemanda eru gefin stig fyrir spurningu sem hann svaraði ekki eða svaraði rangt.
- Smellið á prófið á áfangasíðunni.
- Smellið á tannhjól prófs (hægra megin) og á yfirlit undir niðurstöðum. Yfirlit yfir próftilraunir nemenda birtist.
- Skrunið niður og finnið nafn nemanda (ekki smellt á nafn) og smellið á Tilraun til yfirlits (Review attempt) neðan við nafn. Einnig er hægt að finna spurninguna í yfirlitinu og smella á einkunn ákveðinnar spurningar (á staðinn þar sem einkunnin ætti að vera).
- Smellið á Make comment or override mark neðan við spurninguna, gluggi opnast.
- Skráið stig fyrir spurninguna (í reitinn við mark, sjá mynd) og vistið neðst í glugganum.
Í stutt svar spurningu er mögulegt er að skilgreina margar útgáfur af réttu svari.
Dæmi:
Hvað heitir forseti Íslands?
Kennari hefur skráð neðangreindar útgáfur af nafni forsetans sem rétt svar við spurningunni:
- Guðni Th. Jóhannesson
- Guðni Thorlacius Jóhannesson
- Guðni Jóhannesson
Til að gefa nemanda sem svarar „Guðni Th Jóhannesson“ (án punkts) rétt fyrir spurninguna er hægt að gera annað af tvennu, að breyta einkunn nemandans fyrir spurninguna og gefa rétt (eða að hluta rétt), eins og lýst er í kaflanum fyrir ofan eða bæta svari nemandans við útgáfur af réttu svari við spurningunni.
Svarmöguleika bætt við stutt svar spurningu
- Smellið á prófið á áfangasíðunni.
- Smellið á tannhjól prófs (hægra megin) og á Breyta prófi. Síða með spurningum prófs opnast
- Smellið á tannhjól spurningarinnar. Uppsetningarform spurningarinnar opnast.
- Bætið við svarmöguleikanum frá nemandandanum og vistið breytingar neðst.
Til að einkunnir prófsins uppfærist þarf yfirleitt að láta Moodle endurreikna. Svona er farið að:
- . Smellið á prófið á áfangasíðunni.
- Smellið á tannhjól prófs og á Yfirlit undir niðurstöðum.
- Skrollið aðeins niður. Ef einungis er um einn nemanda (eða fáa) að ræða sem þarf að uppfæra einkunn hjá er hægt að merkja við nafn hans og smella síðan á hnappinn Regrade selected attempts neðst á síðunni.
Ef þarf að uppfæra einkunnir margra er best að smella á hnappin Regrade all sem er fyrir ofan nöfn nemenda. Leyfið Moodle að endurreikna án þess að gera neitt í Moodle á meðan. Yfirleitt tekur aðgerðin skamma stund.
- Smellið á prófið á áfangasíðunni.
- Smellið á tannhjól prófsins (hægra megin) og á Uppsetning.
- Skrollið niður að hlutanum Valkostir við yfirlit og smellið til að opna.
- Fjarlægið merkingar við einkunn.
- Vistið neðst á síðunni.
Í valkostum við yfirlit er einkunn í hverjum dálki fyrir sig. Dálkarnir standa fyrir mismunandi tíma. Það sem merkt er við í dálkinum Strax að próftöku lokinni sér nemandinn einungis um leið og hann hefur skilað inn prófúrlausn en getur ekki kallað fram aftur nema merkt sé við í síðari dálkunum. Nánari upplýsingar má fá með því að smella á spurningarmerkið við Valkostir við yfirlit.
Til að birta einkunn þarf að fara sömu leið, merkja við einkunn og vista.