Ástæður þess að nemendur sjá ekki einkunn fyrir próf geta verið nokkrar. Til að komast að því hvað veldur er hægt að fara í gegnum eftirfarandi atriði.
Stillingar í uppsetningu prófs
Í uppsetningu prófs þarf að vera merkt við einkunn í hlutanum valkostir við yfirlit.
Leiðin: Prófið > tannhjól > Uppsetning - Valkostir við yfirlit
- Smellið á prófið á áfangasíðunni.
- Smellið á tannhjólið (hægra megin) og veljið Uppsetning. Uppsetning prófsins opnast.
- Skrunið niður að hlutanum Valkostir viðyfirlit og smellið til að opna. Hér eru valmöguleikar uppsettir í fjóra dálka.
- Kannið hvort merkt er við Einkunn í viðeigandi dálki/dálkum.
- Eftir að prófi hefur verið lokað - Hér þarf að vera merkt við Einkunn. Nemandi fær aðgang að því sem merkt er við eftir að dag- og tímasetningin „loka prófi“ ofar í forminu er liðin. Athugið ef dag- og tímasetning við loka prófi er ekki virkjuð lokast próf ekki heldur telst opið. Nemandi sér þá ekki einkunn nema merkt sé við í dálkinum á undan Síðar, á meðan prófið er enn opið.
- Síðar, á meðan prófið er enn opið - Nemandi fær aðgang að einkunn (eða öðru því sem merkt er við) u.þ.b. tveimur mínútum eftir að hann hefur sent inn prófúrlausn sína og hefur aðgang að einkunninni áfram á meðan prófið er enn opið. Próf telst opið ef „Loka prófi“ dag- og tímasetning er ekki liðin.
- Strax að próftöku lokinni - Síða með einkunn, og öðrum þeim atriðum sem merkt er við, opnast um leið og nemandi hefur tekið próf og skilað prófúrlausn inn. Eftir að nemandi lokar síðunni hefur hann ekki aðgang að einkunninni nema merkt sé við einkunn í öðrum dálkum.
Ef aðgangsstýring út frá tíma hefur verið sett á prófið hafa nemendur eingöngu aðgang að upplýsingum varðandi það út frá tímasetningunum. Aðgangsstýring getur því lokað aðgangi nemenda að einkunn prófs t.d.
- Skrunið niður að Skilyrða aðgang og athugið hvort aðgangsstýring út frá tíma er á prófinu (sjá mynd). Smellið á kross til að eyða aðgangsskýringum og vistið.
Hámarkseinkunn prófs
Moodle skilgreinir sjálfvirkt hámarkseinkunn prófs og kerfið getur ekki reiknað út einkunnir nema hún sé til staðar. Hámarkseinkunn prófs í Moodle Reykjavíkurborgar er 10. Ef hámarkseinkunn hefur t.d. verið tekin út fyrir mistök þarf að setja hana inn.
- Smellið á prófið á áfangasíðunni.
- Smellið á tannhjólið (hægra megin og á Breyta prófi. Ofarlega á síðunni sem opnast (yfirleitt hægra megin), ætti hámarkseinkunn að koma fram (sjá mynd). Ef núll er í reit við hámarkseinkunn þarf að skrá 10 eða í þá tölu sem hentar og vista.