Hópar

Nemendum áfanga er hægt að skipta upp í hópa sem tengja má við viðfangsefni s.s hópverkefni eða umræður. Hópar öðlast einungis virkni með því að tengja þá við eitthvað. Mismunandi er hvernig ólík viðfangsefni virka með hópum; umræður gefa aðra möguleika varðandi hópa heldur en t.d. próf.

Klasar (knippi)
Með því að setja ákveðna hópa saman í klasa er hægt að nota ólíkar hópaskiptingar, t.d. skipta nemendum í  fimm manna hópa í umræðu en í tveggja manna hópa í verkefni (sjá nánar kaflann um klasa).

Leiðin: Áfangi > Þátttakendur > tannhjól > Hópar

Moodle býður upp á tvær leiðir til að setja upp hópa í áfanga:

  1. Mynda hóp (einn í einu) og velja handvirkt nemendur í hópinn/hópana.
  2. Mynda hópa sjálfvirkt (sjá um sjálfvirka myndun hópa).

Einnig er hægt að leyfa nemendum að skrá sig sjálfir í hópa. Það er gert með því að  stofna „tóma hópa“ og setja upp hópaval á áfangasíðuna til að nemendur geti skráð sig í hópana (sjá nemandi skráir sig sjálfur í hóp).

Í vídeóinu hér fyrir neðan er sýnt:

  1. hvernig hópur er stofnaður
  2. hvernig hópar eru myndaðir sjálfvirkt (02:00)
  3. og hvernig umræða er stillt miðað við hópa (04:18). (4:59 mín.)

ATH! Í vídeóinu er eldra viðmót Moodle. Til að komast í hópa í núverandi viðmóti þarf að fara í Þátttakendur og síðan í tannhjólið hægra megin.

Hópar from Kennslumiðstöð Háskóla Ísl on Vimeo.

Nokkur dæmi um notkun hópa í áfanga

  • Hópar eru tengdir við umræðu svo nemendur geti rætt saman í hópum.
  • Hópverkefni – hér er nauðsynlegt að tengja hópa við verkefnið.
  • Dagbók nemanda: Einn nemandi er settur í hvern hóp, hóparnir settir í klasa og klasinn tengdur við umræðu („Dagbók nemanda“).
  • Próf eða verkefni með skilyrtan aðgang. Einungis ákveðinn hópur/hópar hafa aðgang að verkefni/prófi.
  • Möppur með skilyrtan aðgang. Einungis ákveðinn hópur/hópar hefur aðgang að möppunni.
  • Kennarar skipta með sér námsmati í verkefni. Þegar verkefni er tengt við hópa getur kennari valið „sinn“ hóp og fengið upp verkefnaskil hópsins (verkefnið er ekki endilega eiginlegt hópverkefni).

Viðföng (t.d. umræður, skilaverkefni, próf) bjóða upp á þrjár hópastillingar. Þó sömu hópastillingar séu í boði í öllum viðföngum þá virka þær svolítið mismunandi eftir því um hvers konar viðfang er að ræða.

Þrjár hópastillingar (undir almennum stillingum í uppsetningu viðfangs):

  1. Engir hópar – allir nemendur saman, engir undirhópar
  2. Aðskildir hópar – nemandi sér aðeins eigin hóp, aðrir hópar eru ósýnilegir
  3. Sýnilegir hópar – nemandi vinnur með eigin hópi en getur skoðað vinnu annarra hópa