Til að prenta út próf, þurfa allar spurningar að vera á sömu síðu. Það vill svo heppilega til að eftir að kennari forskoðar próf, kemur upp sk. endurskoðun sem sýnir allar spurningar á einni síðu (þrátt fyrir að próf sé sett upp á annan hátt). Þegar vefsíðan er prentuð koma spurningarnar fram en ekki veftrén (dálkarnir) til beggja hliða. Svona er farið að:
- Smellið á prófið á áfangasíðunni.
- Smellið á tannhjólið hægra megin og veljið Forskoða.
- Smellið á Ljúka skipti (hægra megin) og á Senda og hætta neðst á síðunni. Staðfestið Senda og hætta. Endurskoðun opnast þar sem allar spurningar koma fram á einni síðu.
- Haldið niðri Ctrl hnappi lyklaborðs á meðan smellt er á p eða farið í prent/print skipun í vafranum. Valgluggi prentunar opnast.
- Veljið save to pdf við Destination og vistið prófið á vísum stað til útprentunar síðar eða veljið prentara við „destination“ og prentið út.
Ef síðan endurskoðun kemur ekki upp er hægt að setja spurningar tímabundið saman á eina síðu í prófinu og prenta út forskoðunina. Sjá nánar hér fyrir neðan.
Próf prentað út með því að setja allar spurningar á eina síðu
Hægt er að setja allar spurningar á eina síðu með einni aðgerð bæði í uppsetningu prófsins og á síðunni Breyta prófi. Hér er sagt frá hvernig þetta er gert í uppsetningu prófs. Eftir að útprentun er lokið er uppröðun spurninga færð í fyrra horf. Ef uppsetning prófsins er flókin t.d. tvær spurningar á einni síðu þrjár á annarri o.s.frv. borgar sig að afrita prófið og setja spurningar á eina síðu í afritinu. Afritinu er eytt að lokinni útprentun eða það falið fyrir nemendum.
- Smellið á prófið á áfangasíðunni.
- Smellið á tannhjólið og veljið uppsetningu.
- Undir Snið þar sem stendur Ný síða, veljið Aldrei, allar spurningar á einni síðu.
- Merkið við endursetja blaðsíðunúmer núna.
- Smellið á vista og birta.
Forskoðið próf og prentið og/eða vistið útprentanlega útgáfu:
- Smellið á tannhjól prófsins og veljið Forskoða.
- Haldið niðri Ctrl hnappi lyklaborðs á meðan smellt er á p eða farið í prent/print skipun í vafranum. Valgluggi prentunar opnast.
- Veljið save to pdf við Destination og vistið prófið á vísum stað til útprentunar síðar eða veljið prentara við Destination og prentið út.
Til að breyta til baka fjölda spurninga á síðu í prófinu er farið aftur í uppsetningu prófsins, skrunað niður að sniði, valið hve margar spurningar eiga að vera á hverri síðu, merkt við endurraða spurningum núna og vistað. Mögulegt er að færa til einstaka spurningar og raða þeim með nákvæmari hætti með því að fara í breyta prófi í tannhjóli prófs.