Oft hentar að fela einkunnir á meðan þær eru gefnar og birta þegar öllum nemendum hefur verið gefin einkunn. Beinast liggur við að að gera þetta í einkunnabók. Verkefnið er þá áfram sýnilegt á áfangasíðunni en sést ekki í einkunnayfirliti nemanda.
Leiðin: Áfangi > Einkunnir > Uppsetning > Uppsetning á einkunnabók
- Opnið áfangann og smellið á einkunnir í leiðartré.
- Farið í flipann uppsetningu og undirflipann uppsetningu á einkunnabók
- Smellið á breyta aftan við viðkomandi atriði og veljið fela. Til að birta einkunnir er farin sama leið en valið sýna.
Möguleikinn að fela kemur ekki fram þegar próf eiga í hlut. Fara þarf í uppsetningu prófs, skruna að valkostum við yfirlit og taka merkingu úr einkunn. Setja þarf merkingu við einkunn á sama stað þegar nemendur mega sjá einkunnina.
Einkunn falin fyrir próf
Leiðin: Forsíða áfanga > Einkunnir > Uppsetning
- Smellið á Einkunnir í leiðartré áfanga.
- Smellið á flipann uppsetningu.
- Smellið á Breyta aftan við viðkomandi atriði/verkefni og á uppsetningu (sjá mynd).
- Smellið á Sýna meira til að fá upp alla valkostina.
- Virkið með því að merkja aftan við, veljið dagsetningu og tíma.
- Vistið breytingar neðst á síðunni.
*Athugið að ef um er að ræða próf þarf að fela einkunnir í uppsetningu prófsins undir liðnum valkostum við yfirlit. Einnig er hægt að fela einkunnir prófs með því að fela prófið sjálft á áfangasíðunni.
Leið: Stillingar > umsýsla áfanga > uppsetning
- Farið í uppsetningu undir umsýslu áfanga.
- Skrunið niður að liðnum hópar og veljið þar annað hvort aðskyldir hópar eða sýnilegir hópar.
- Vistið neðst á síðunni.
Eftir að hópastillingu hefur verið breytt í uppsetningu áfangans er hægt að velja að sýna einkunnir tiltekins hóps í einkunnabókinni, sjá myndir fyrir neðan.
- Farið í uppsetningu á einkunnabók undir umsýslu áfanga.
- Skráið vægi hvers verkefnis/einkunnaþáttar í reit fyrir vægi. Ekki skiptir máli hvort skráð er 10 eða 0,1 fyrir 10% verkefni svo framarlega sem sömu reglu er fylgt.
- Vistið breytingar neðst á síðunni.
Dálk fyrir vægi vantar
Ef dálkur fyrir vægi er ekki til staðar þarf að breyta útreikningstegund einkunnabókar.
Leið: Umsýsla áfanga > uppsetning á einkunnabók
- Smellið á breyta aftan við heiti áfangans í uppsetningu á einkunnabók og svo á uppsetningu (sjá mynd).
- Veljið vegið meðaltal einkunna í listanum við útreikning og vistið.
Fjarlægja dálk fyrir vægi
Leið: Umsýsla áfanga > uppsetning á einkunnabók – breyta – uppsetning
Ef öll verkefni og próf eru jafngild er ekki þörf á dálki fyrir vægi. Til að fjarlægja vægi þarf að breyta forsendum útreiknings.
- Smellið á breyta aftan við heiti áfangans í uppsetningu á einkunnabók og svo á uppsetning.
- Veljið hrátt vegið meðaltal einkunn í listanum við útreikning og vistið.
Til að láta einkunnir birtast í bókstöfum í einkunnabók þarf að breyta stillingum einkunnbókar. Athugið að þetta er óháð því hvort gefið er í tölustöfum fyrir einstök verkefni. Stillingin er til að umreikna einkunnir og sýna þær í bókstöfum í einkunnabókinni.
- Opnið einkunnabók áfangans. Veftréð umsýsla einkunna birtist þá undir stillingum.
- Farið í stillingar einkunna áfanga undir uppsetningu í umsýslu einkunna (sjá mynd).
- Veljið bókstafur í listanum við tegund einkunnabirtingar og vistið.
- Opnið einkunnabók áfangans.
- Farið í einkunnatölur undir umsýslu einkunna.
- Hér sést prósentugildi á bak við einkunnabókstafi. Kennari getur breytt gildunum fyrir sinn áfanga. Kerfisstjóri getur breytt prósentugildum fyrir kerfið.
Leið: Stillingar > umsýsla áfanga > einkunnir
- Opnið einkunnabók áfangans.
- Setjið einkunnabókina í ritham með því að smella á hnappinn í efra hægra horni.
- Ef verkefni er falið er það sýnt í ljósari lit og lína er yfir augað (sjá mynd).
Smellið á augað í stýringarlínunni fyrir neðan viðkomandi verkefni. - Farið úr ritham. Óþarfi er að vista.
Verkefni falið eða hluti áfangasíðu
Ef einkunnir birtast nemendum ekki eftir að þær eru gerðar sýnilegar í einkunnabók getur verið að verkefnið sé falið á áfangasíðunni eða sá hluti áfangasíðunnar þar sem verkefnið er staðsett sé falinn. Einkunnir eru þá áfram faldar fyrir nemendum. Sé verkefnið falið er það sýnt í ljósari lit.
- Setjið áfangasíðuna í ritham.
- Finnið verkefnið og gerið sýnilegt með því að smella á breyta aftan við það og svo á sýna.
Til að gera hluta (section) sýnilegan er farið eins að nema smellt er á breyta aftan við hlutann og valið sýna hluta.
Já, þó svo að í uppssetningu skilaverkefnis sé valið „án einkunnar“ er hægt að skrá umsögn fyrir verkefnið.
Umsögnin er skráð í ritilinn fyrir athugasemdir.
- Smellið á verkefnið á áfangasíðunni og á Skoða/meta öll verkefnaskil.
- Skráið umsögn í reitinn athugasemdir aftan við nafn nemanda, lengst til hægri. Athugið að hægt er að draga neðra hægra hornið til að stækka reitinn. Einnig er hægt að smella á hnappinn einkunn hjá nemanda. Með því móti má komast í þægilegra umhverfi (ritill) til að skrá umsögnina í.
- Vistið neðst á síðunni með því að smella á Vista flýtiskráningu.
*Ef reitur fyrir athugasemdir sést ekki þarf að skruna neðst á síðunni og merkja við flýtiskráningu einkunna.
Þegar einkunnir eru skráðar fyrir skilaverkefni eða annað viðfang beint í einkunnabók verða reitir gulbrúnir. Þetta merkir að einkunnabókin hefur tekið réttinn varðandi einkunnagjöf af viðkomandi verkefni. Þetta þýðir einnig að breytingar á einkunnum sem gerðar eru í verkefninu sjálfu eftir þetta, munu ekki fara sjálfkrafa í einkunnabókina (án þess að taka sérstaklega réttinn af einkunnabókinni). Einkunnabókin er rétthærri en verkefni/viðföng hvað skráningu einkunna varðar.