Leiðin: Áfangasíðan > Tannhjólið (hægra megin) > Meira > Spurningabanki - Spurningar
- Smellið á tannhjólið hægra megin á áfangasíðunni og veljið Meira neðst í listanum.
- Skrollið niður að spurningabankanum og smellið á Spurningar.
- Smellið á Búa til nýja spurningu. Gluggi opnast sem sýnir spurningagerðir í boði.
- Veljið Fjölvalsspurningu og smellið á Nýtt, einnig er hægt að tvísmella á fjölvalsspurningu. Form fyrir fjölvalsspurningu opnast. Einstök atriði í forminu eru útskýrð hér fyrir neðan.
Útskýringar á einstökum atriðum í uppsetningarformi fjölvalsspurningar
Almennt
- Flokkur - Veljið flokk í spurningabanka áfangans. Ef flokkur fyrir spurninguna hefur ekki verið stofnaður er annað hvort hægt að fara til baka og stofna flokkinn eða gera það eftir á og færa spurninguna í hann. Þegar spurningar eru flokkaðar með skilvirkum hætti jafnóðum er auðveldara að finna spurningu síðar þegar þarf að nota hana í próf.
- Heiti spurningar - Gefið spurningu lýsandi heiti svo auðvelt sé að þekkja hana aftur og/eða finna. Notið jafnvel spurninguna sjálfa eða svarið sem heiti. Einungis kennari sér heiti spurningar (í spurningabanka).
- Texti spurningar - Skráið spurninguna sjálfa í ritilinn.
- Default mark - Skráið fjölda stiga sem spurningin á að gefa. Þegar spurningin er sett í próf fær hún ávallt sjálfkrafa þennan stigafjölda en einfalt er að breyta stigum spurninga í einstökum prófum.
- Almenn endurgjöf - Almenn endurgjöf fyrir spurningu birtist nemanda eftir að hann hefur lokið prófi. Hún er óháð því sem nemandi svarar og birtist því eins hjá öllum. Í almennri endurgjöf spurningar er t.d. hægt að útskýra frekar efni spurningarinnar og vísa í viðeigandi námskefni. Athugið að til að nemandi sjái almenna endurgjöf þarf að merkja við í uppsetningu prófsins undir valkostum við yfirlit, prófúrlausn og almenna endurgjöf.
- Eitt eða fleiri svör - Velja þarf hvort einn svarliður gefur rétt fyrir spurninguna eða hvort nemandi þarf að merkja við fleiri en einn svarlið til að fá rétt fyrir hana.
- Stokka svör - Ef merkt er hér við koma svarliðir spurningar í mismunandi röð hjá nemendum. Sömuleiðis ef nemandi má taka próf oftar en einu sinni, birtast svarliðir í ólíkri röð í hvert skipti.
- Tölusetja valkosti - Hér er valið hvernig svarliðir eru auðkenndir; með bókstöfum a, b, c eða tölusettir.
Svör
Skráið svarliði spurningarinnar. Oftast eru hafðir fjórir svarliðir í fjölvalsspurningum.
- Valkostur 1 (svarliður 1/a) - Góð regla er að setja ávallt rétta svarliðin efst og láta Moodle um að rugla röð svarliðanna. Það er þó ekki skilyrði.
- Einkunn - Veljið stigafjölda fyrir svarlið. Ef þetta er rétta svarið og einungis einn svarliður er réttur skal velja 100%. Ef nemandi þarf að merkja við fleiri svarliði til að fá rétt fyrir spurninguna þarf að gefa viðeigandi svarliðum stig þannig að samtals verði þau 100%.
- Endurgjöf - Hægt er að skrá endurgjöf fyrir hvern svarlið fyrir sig t.d. útskýra hvers vegna svarliðurinn er réttur eða rangur og vísa í viðeigandi námsefni. Nemandi fær endurgjöf út frá því svari sem hann valdi. Til að endurgjöf fyrir svarlið birtist nemanda þarf að merkja við bæði prófúrlausn og sértæka endurgjöf undir valkostum við yfirlit í uppsetningu prófsins.
- Til að mynda fleiri reiti fyrir svarliði er smellt á hnappinn Mynda 3 valkosti til viðbótar. Ónotaðir reitir munu ekki sjást í spurningunni.
Fyllt er út í svarliði og valin viðeigandi einkunn fyrir hvern og einn, Ekkert fyrir ranga svarliði.
Vistið spurningu neðst á síðunni.
Sjá einnig hvernig hægt er að flytja inn í spurningabankann margar fjölvalsspurningar í einni skrá. Sú aðferð er tímasparandi en krefst nákvæmni.