Verkferli námsmats (marking workflow)
Skilaverkefni býður upp á að skrá á hvaða stigi námsmat er, sem dæmi getur kennari skráð að einkunn fyrir verkefni nemanda sé „í skoðun“. Nemandi sér á hvaða stigi námsmatið er en fær ekki að sjá einkunn fyrr en kennari velur að hún sé útgefin.
Úthlutun námsmats (marking allowcation)
Annar kostur sem boðið er upp á í skilaverkefni er að skipta námsmati á milli kennara. Sem dæmi að kennari A meti verkefni nemenda í hópi 1 og kennari B meti verkefni í hópi 2. Til að nota úthlutun námsmats er nauðsynlegt að virkja einnig verkferli námsmats.
Sjá leiðbeiningar hér fyrir neðan.