Hópverkefni

Best er að byrja á að búa til hópana fyrir verkefnið, setja þá í klasa og setja svo upp verkefnið.

Hópverkefni er sett upp á sama hátt og venjulegt skilaverkefni (sjá nánar uppsetningu á skilaverkefni) en í uppsetningu verkefnisins þarf að virkja stillingar fyrir hópaskil (sjá mynd fyrir neðan) og tengja verkefnið við ákveðinn klasa af hópum.

Hópverkefni

 1. Veljið  við hópverkefni.
 2. Ef valið er við require group to make submission getur nemandi ekki skilað nema vera í hópi (eða tilteknum hópi).
 3. við skilyrða alla meðlimi hóps til að skila verkefni merkir að verkefni telst ekki skilað fyrr en allir meðlimir hóps hafa sent verkefnið inn (sem hentar t.d. ef nemendur hóps skipta með sér verkum). Ef valið er nei, telst hópverkefninu skilað um leið og fyrsti meðlimur hóps skilar því inn. Sama verkefnið sést þá hjá öllum meðlimum hóps.
 4. Veljið klasann með hópunum sem stofnaður var fyrir verkefnið.

Einkunnagjöf fyrir hópverkefni

Einkunnagjöf fyrir hópverkefni gerir ráð fyrir hópum

 1. Smellið á verkefnið og á skoða/meta öll verkefnaskil.
 2. Smellið á hnappinn einkunn aftan við nafn nemanda, í dálkinum einkunn.
  hnappur einkunn
 3. Skráið einkunn og/eða umsögn í dálkinum hægra megin. Sjálfvalið er að hvoru tveggja fari á alla hópmeðlimi (sjá mynd).
  einkunn á allan hópinn

  Sjálfvalið er að einkunn og endurgjöf fari á alla hópmeðlimi. Velja þarf nei ef gefa á nemanda sérstaka einkunn. Stillingin er neðst hægra megin.

 4. Vistið breytingar.
 5. Veljið næsta nemanda úr listanum í efra hægra horni. Nemendur sem hafa skilað en á eftir að gefa einkunn koma fram stjörnumerktir (sjá mynd).
  stjarna