Verkefni sem ekki á að skila rafrænt

Það styður við skipulag áfanga að birta öll verkefni á vef áfangans, þó svo að ekki eigi endilega að skila þeim öllum rafrænt inn í Moodle. Sem dæmi gæti verkefnið falist í kynningu nemanda eða tilraun. Með þessu móti fær nemandinn betri yfirsýn yfir þá vinnu sem felst í áfanga og getur skoðað upplýsingar kennarans um verkefnin. Kennarinn getur skráð einkunn og endurgjöf fyrir verkefni þó skila séu ekki rafræn og eftir atvikum látið einkunnir reiknast með í lokaeinkunn áfanga.

  1. Setjið upp venjulegt skilaverkefni, sjá nánar kaflann um skilaverkefni.
  2. Takið merki úr skilaskrá í tegund skilaverkefna til að gefa til kynna að engu sé hægt að skila inn.
  3. Aðrar stillingar eru hafðar eins og hentar. Líkt og í öðrum verkefnum er hægt að nota einkunnaskala og einkunnaramma (rubric) við námsmatið, skrá endurgjöf inn í Moodle eða skila nemanda skjali með endurgjöf.