Aðferð einkunnagjafar valin

Í uppsetningu skilaverkefnis undir liðnum einkunn er valin aðferð við einkunnagjöf.

uppsetning verkefnis

Þrír kostir eru í boði:

  1. Einföld bein einkunnagjöf – einkunn t.d. á skalanum 1-10 og umsögn. Þessi möguleiki er sjálfvalinn.
  2. Einkunnavísir (marking guide) – Skilgreind eru ákveðin atriði sem gefin er einkunn fyrir. Hámarksstig fyrir hvert atriði er skráð. Þegar einkunn er gefin eru stig valin hjá nemanda fyrir hvert atriði. Einnig er hægt er að skrá athugasemdir við atriðin.
  3. Einkunnarammi – Skilgreind eru ákveðin atriði sem meta á til einkunnar. Fyrir hvert atriði er einnig skilgreindur einkunnakvarði þar sem fram koma stig ásamt útskýringu á því hvað er á bak við hvern stigafjölda. Þegar einkunn er gefin birtast atriðin, ásamt kvarða fyrir hvert og eitt þeirra, í ramma/töflu. Smellt er á viðeigandi reit til að gefa stig fyrir hvert atriði. Vídeó um einkunnaramma má sjá hér.

Ef nota á einkunnavísi eða einkuramma þarf að búa hann til eða byggja á vísi/ramma sem til er fyrir.