Einkunnarammi (rubric)

Skilaverkefni er sjálfkrafa stillt á einfalda beina einkunnagjöf sem þýðir að gefnar eru einkunnir með því að skrá tölu t.d. frá 0-10. Ef kennari vill nota einkunnaramma (rubric) við einkunnagjöf verkefnis þarf að velja það í uppsetningu verkefnisins undir einkunn (sjá mynd).

Einkunnarammi

Í vídeóinu fyrir neðan er sýnt hvernig settur er upp einkunnarammi í skilaverkefni og hvernig einkunnir eru gefnar með einkunnaramma.

Einkunnarammi fundinn aftur

Eftir að skilaverkefni er stofnað:

  • Veljið nota einkunnaramma sem til er fyrir. Leitið að rammanum með því að slá inn heiti hans í leitarlínuna.
    Hægt er að kalla fram alla einkunnaramma með því að merkja við nota líka mín eigin snið og smella á leita, án þess að setja neitt í leitarlínuna.
  • Þegar rétti ramminn er fundinn er smellt á nota þetta snið sem stílsnið neðan við einkunnarammann.

Um einkunnaramma á moodle.org