Í skilaverkefni er mögulegt að framlengja hjá einum og einum nemenda í einu eða mörgum samtímis. Byrjað er á að opna verkefnið:
- Smellið á verkefnið á forsíðu áfangans.
- Smellið á skoða/meta öll verkefnaskil.
Skilafrestur framlengdur hjá einum nemanda í einu
- Við nafn nemanda er smellt á breyta (sjá mynd) og valið lengja skilafrest.
- Dagsetningu og/eða tíma er breytt og vistað.
Skilafrestur framlengdur hjá mörgum í einu
- Merkið í reit framan við nöfn þeirra sem eiga að fá framlengdan skilafrest.
*Athugið að hægt er að kalla fram öll nöfn nemenda með því að stilla valkosti neðst á síðunni (fjöldi skilaverkefna á síðu – allt). - Þar sem stendur „Með völdu“ fyrir neðan nöfn, veljið lengja skilafrest og smellið á OK.
- Breytið dagsetningu og tíma og vistið.
- Smellið á verkefnið.
- Smellið á skoða/meta öll verkefnaskil.
- Skrunið neðst á síðuna og smellið á vista flýtiskráningu. Þá koma reitir fyrir einkunn og umsögn við nafn hvers nemanda.
Flýtiskráning hentar þegar kennari þarf ekki að skoða verkefni t.d. þegar nemendur hafa ekki skilað verkefninu í Moodle; gert tilraun, haldið erindi.
- Smellið á verkefnið sem umræðir.
- Smellið á skoða/meta öll verkefnaskil.
- Skrunið neðst á síðuna. Veljið allt þar sem stendur „fjöldi skilaverkefna á síðu“.
Tvær leiðir
Mögulegt er að fela einkunn verkefnis fyrir nemendum með því að fela verkefnið sjálft á áfangasíðunni eða með því að fela einkunn verkefnisins í einkunnagjafarskýrslu áfangans. Í báðum tilfellum er einkunn falin verkefnismegin og í einkunnabókinni.
1. Verkefnið falið
Athugið að nemandinn sér í þessu tilfelli hvorki einkunnina eða verkefnið og eigin skil.
- Setjið áfangasíðuna í ritham.
- Smellið á Breyta við verkefnið og veljið Fela.
Til að gera einkunnir aftur sýnilegar er farin sama leið og smellt á sýna í stað fela.
2. Einkunn falin í einkunnagjafarskýrslu
Þegar einkunn verkefnisins er falin í einkunnagjafarskýrslu áfangans sér nemandinn verkefnið sjálft á áfangasíðunni og þegar smellt er á verkefnið fær nemandi að sjá allt nema einkunnina.
- Smellið á Einkunnir vinstra megin. Athugið að flipinn einkunnagjafarskýrsla sé valinn.
- Setjið skýrsluna í ritham í efra hægra horni.
- Smellið á augað neðan við verkefnið, í línunni Stýringar, fyrir ofan nöfn nemenda (sjá mynd). Þegar einkunnin er falin verður titill verkefnis gráleitur.
Til að fela einkunn tiltekins nemanda er nóg að smella á augað við nafn nemandans en ekki augað í stýringarlínunni.
Til að gera einkunnir aftur sýnilegar er farið eins að.